Undirstöður Suðurnesjalínu boðnar út

Suðurnesjalína 2 | 19. september 2015

Undirstöður Suðurnesjalínu boðnar út

Framkvæmdir við lagningu nýrrar Suðurnesjalínu hefjast á næstu mánuðum. Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna línunnar.

Undirstöður Suðurnesjalínu boðnar út

Suðurnesjalína 2 | 19. september 2015

mbl.is/Einar Falur

Framkvæmdir við lagningu nýrrar Suðurnesjalínu hefjast á næstu mánuðum. Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna línunnar.

Framkvæmdir við lagningu nýrrar Suðurnesjalínu hefjast á næstu mánuðum. Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna línunnar.

Línan liggur frá Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis, 32 kílómetra leið. Alls verða reist 100 háspennumöstur.

Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets. Sveitarfélögin hafa veitt framkvæmdaleyfi. Áætlaður kostnaður við lagningu línunnar er tæpir 3 milljarðar króna. Framkvæmdin mun taka um tvö ár.

mbl.is