Stefnir í tekjumestu aðsóknarhelgina

Everest kvikmyndin | 20. september 2015

Stefnir í tekjumestu aðsóknarhelgina

Stórmyndin Everest stefnir í að ná tekjuhæstu og aðsóknarmestu opnunarhelgi á Íslandi á þessu ári. Þá gæti hún mögulega komist á lista yfir tíu tekjuhæstu opnunarhelgar allra tíma hér á landi. Myndin er sýnd í ellefu kvikmyndahúsum og segir Geir Gunnarsson markaðsstjóri Myndforms að aðsókn hafi verið með allra besta móti.

Stefnir í tekjumestu aðsóknarhelgina

Everest kvikmyndin | 20. september 2015

Baltasar Kormákur leikstjóri Everest sést hér við tökur.
Baltasar Kormákur leikstjóri Everest sést hér við tökur. AFP

Stórmyndin Everest stefnir í að ná tekjuhæstu og aðsóknarmestu opnunarhelgi á Íslandi á þessu ári. Þá gæti hún mögulega komist á lista yfir tíu tekjuhæstu opnunarhelgar allra tíma hér á landi. Myndin er sýnd í ellefu kvikmyndahúsum og segir Geir Gunnarsson markaðsstjóri Myndforms að aðsókn hafi verið með allra besta móti.

Stórmyndin Everest stefnir í að ná tekjuhæstu og aðsóknarmestu opnunarhelgi á Íslandi á þessu ári. Þá gæti hún mögulega komist á lista yfir tíu tekjuhæstu opnunarhelgar allra tíma hér á landi. Myndin er sýnd í ellefu kvikmyndahúsum og segir Geir Gunnarsson markaðsstjóri Myndforms að aðsókn hafi verið með allra besta móti.

Sýningar á kvikmyndinni hófust í 36 löndum um helgina, meðal annars í Bretlandi, Mexíkó, Indlandi, Argentínu og Ástralíu. Náði hún fyrsta sætinu í aðsókn á öllum þessum mörkuðum auk að minnsta kosti sex annarra.

Geir segir tekjur myndarinnar nú hafa náð rúmlega 35 milljónum Bandaríkjadala um allan heim, eða sem nemur tæpum 4,5 milljörðum íslenskra króna. Ef marka má vef Wikipediu var framleiðslukostnaður myndarinnar í kringum 55 milljónir Bandaríkjadala eða tæpir sjö milljarðar íslenskra króna. 

Sýningar á myndinni hófust einnig í Bandaríkjunum um helgina, en aðeins í svokölluðum IMAX-bíóum að sögn Geirs. „Þetta eru eiginlega forsýningar en svo opnar hún næstu helgi og verður þá sýnd mjög víða. Fyrst er hún sett í IMAX-bíóin til að það spyrjist út hversu góð hún er.“

mbl.is