Bjútítrix Playboy-fyrirsætunnar Örnu Báru

Arna Bára Karlsdóttir | 21. september 2015

Bjútítrix Playboy-fyrirsætunnar Örnu Báru

Arna Bára Karlsdóttir, Playboy-fyrirsæta og eigandi Fönix hárgreiðslustofunnar, hugsar vel um heilsuna. Hún á von á sínu öðru barni og hefur sjaldan verið í betra formi.

Bjútítrix Playboy-fyrirsætunnar Örnu Báru

Arna Bára Karlsdóttir | 21. september 2015

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir.

Arna Bára Karlsdóttir, Playboy-fyrirsæta og eigandi Fönix hárgreiðslustofunnar, hugsar vel um heilsuna. Hún á von á sínu öðru barni og hefur sjaldan verið í betra formi.

Arna Bára Karlsdóttir, Playboy-fyrirsæta og eigandi Fönix hárgreiðslustofunnar, hugsar vel um heilsuna. Hún á von á sínu öðru barni og hefur sjaldan verið í betra formi.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Ég geri margt til að halda mér í formi. Ég borða hollt enda er mataræði stærsti þátturinn í að vera heilbrigð og í flottu formi. Svo er ég dugleg að hreyfa mig og ekki bara ein tegund af hreyfingu. Ég fer í ræktina, göngutúra, fjallgöngur, út að hjóla og synda.
Mér líður svo vel og er með mestu orkuna þegar ég er sem duglegust að hreyfa mig.

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

Eitt af mínum uppáhaldsbrjútítrixum er heimatilbúinn hármaski ala Arna sem svínvirkar og hárið verður svo fallegt á eftir! Fallegt hár gerir svo mikið fyrir heildarútlitið. 

Innihald :

1 skeið hunang
10 dropar sítrónusafi
1 stk. egg
1 skeið extra virgin olive oil

Hvaða krem er í mestu uppáhaldi? 

Ég nota bara krem sem Steffý besta vinkona mín býr til heima. 100% náttúrulegt! Mætti þess vegna borða það ef ég vildi. Ég reyni að forðast öll aukaefni þegar kemur að svona.

Hvaða snyrtivara gætir þú ekki verið án?

Ég gæti reyndar léttilega verið án snyrtivara yfir höfuð.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

Ef ég mála mig þá er það mjög létt natural förðun. BB cream - maskari og gloss. Þegar ég vil vera extra fín þá bæti ég við ljósum natural augnskuggum, eyeliner, kinnalit og geri augabrúnirnar fyllri.

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar heilsurækt er annars vegar?

Mér finnst skipta mestu máli að hafa skemmtilegan æfingarfélaga sem hvetur þig áfram.

Hvað borðar þú á hefðbundnum degi?

Hefðbundinn dagur:

Glúteinlaus hafragrautur í morgunmat (stundum egg og smá beikon). 

Millimál er val, til dæmis:

Hámark og banani
250 ML hreint skyr með rauðu epli ofan í
Hrökkbrauð með mismunandi áleggi.

Snarl:

Poppkex
Vínber
Jarðarber

Kvöldmatur:
Kjöt, salat og bökuð kartafla eða fiskur, salat og kartöflur. 

Kvöldsnarl:

Stór skál af alls konar ávöxtum og hreinn toppur drukkinn með. Jafnvel stundum fitness popp. 

Hvernig slakar þú best á?

Mér finnst ekkert meira afslappandi en að kúra með stráknum mínum og manni.
Kalla þetta klessukúr, er alveg best í heimi.

Hvers getur þú ekki verið án?

Ég gæti aldrei verið án stráksins míns, hann er það dýrmætasta sem ég á.

Hvað gerir þú þegar þú ert þreytt og þarft að núllstillast?

Þegar ég þarf að núllstilla þá ferð ég út ein að hreyfa mig til að hugsa og tek harkalega á því eða (veit ekki hvort er við hæfi) á skemmtilega nána stund með manninum mínum sem lætur mig gleyma öllum áhyggjum heimsins.

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir.
mbl.is