Þau grundvallaratriði sem réttarríkið á að tryggja borgurum gegn valdhöfum voru ekki í heiðri höfð við rannsókn og ákærutímabil í Ímon-málinu svokallaða. Gefið var í skyn að brot hefðu átt sér stað og jafnvel talað um „stóra svikamyllu,“ langt áður en ákært var í málinu. Þetta kom fram í máli Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í málflutningi fyrir Hæstarétti í Ímon-málinu í dag.
Þau grundvallaratriði sem réttarríkið á að tryggja borgurum gegn valdhöfum voru ekki í heiðri höfð við rannsókn og ákærutímabil í Ímon-málinu svokallaða. Gefið var í skyn að brot hefðu átt sér stað og jafnvel talað um „stóra svikamyllu,“ langt áður en ákært var í málinu. Þetta kom fram í máli Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í málflutningi fyrir Hæstarétti í Ímon-málinu í dag.
Þau grundvallaratriði sem réttarríkið á að tryggja borgurum gegn valdhöfum voru ekki í heiðri höfð við rannsókn og ákærutímabil í Ímon-málinu svokallaða. Gefið var í skyn að brot hefðu átt sér stað og jafnvel talað um „stóra svikamyllu,“ langt áður en ákært var í málinu. Þetta kom fram í máli Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í málflutningi fyrir Hæstarétti í Ímon-málinu í dag.
Fjöldi atriða kallar á frávísun
Sigurður sagði að farið væri fram á frávísun málsins vegna fjölda atriða sem hefðu brotið á réttindum hins ákærða. Byrjaði hann að rifja upp að bæði sérstakur saksóknari og Fjármálaeftirlitið væru sjálfstæðar stofnanir ríkisvaldsins. Þær hafi þó ákveðið að vinna saman að rannsókn málanna og því báðum borið að virða réttindi þeirra sem voru ákærðir.
Þannig hafi raungerst að tvö sjálfstæð embætti hafi komið saman sem eitt. „Þessi bastarður sem til varð án lagaheimildar lét ekki undir höfuð leggjast að gefa til kynna að hinn ákærði og ýmsir bankamenn hefðu gerst sekir um stórfelld refsilagabrot,“ sagði Sigurður. Vísaði hann í framhaldinu til fjölmargra ummæla Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þannig hafi hann í fréttatímum og viðtölum árið 2009 talað um grun um stór og alvarleg mál, bankakerfið sem „stóra svikamyllu“ og að hann hafi verið sannfærður um markaðsmisnotkun. Sagði Sigurður að Gunnar hafi svo nefnt Ímon sem dæmi um meint ólögleg athæfi.
Á aðalfundi FME árið 2009 hafi Gunnar svo talað um sterkar vísbendingar um markaðsmisnotkun og hugsanleg alvarleg brot sem féllu undir almenn hegningalög. Sagði hann að í þessum orðum fælust mjög gróf brot gegn ákærða og öðrum ákærðu í málinu „svo gróf að það ber að vísa þessu máli frá héraðsdómi,“ sagði Sigurður.
Þá rifjaði hann upp að Gunnar hafi sýnt ódrengilegan hátt þegar hann lét starfsmann Landsbankans nálgast gögn í bankanum, sendi þau svo til DV og kærði seinna Sigurjón fyrir auðgunarbrot. Með þessu öllu hafi forsvarsmaður stofnunar sem var að rannsaka málið haft að engu réttinn um sakleysi uns sekt sé sönnuð. Vísaði Sigurður meðal annars til fræðigreinar eftir Björg Thorarensen, lagaprófessors við Háskóla Íslands, þar sem þetta atriði var sagt hið mikilvægasta í réttarríkinu. Þess má geta að Björg er maki Markúsar Sigurbjörnssonar, en hann er meðal dómara í málinu við Hæstarétt.
Sigurður fór einnig yfir ákæruatriðin og sagði að horfa verði til umfangs mála, hvaða áhrif þau hafi á viðkomandi og hvort eitthvað hafi verið gert til að tefja málið. Sagði hann svo ekki vera af hálfu Sigurjóns eða annarra ákærðu. Áhrif málsins hafi aftur á móti verið mikil á þau. „Hafa verið eins og útlagar, enginn vill hafa þau í vinnu,“ sagði Sigurður um stöðu hinna ákærðu í samfélaginu í dag.
Þá gerði Sigurður athugasemdir við að rannsakendur hafi í lengri tíma haft rangar upplýsingar um lánareglur bankans undir höndum, sem hafi verið með öllum ólíkindum, því áður hafi réttar útlánareglur komið fram í skýrslu sem gerð var fyrir Fjármálaeftirlitið árið 2008.
Sigurður gagnrýndi einnig aðferðir rannsakanda, húsleitir, handtökur og hleranir og sagði hann að þegar allt þetta væri tekið saman yrði Hæstiréttur að stíga niður og stöðva þetta mál og standa vörð um réttarríkið
Að lokum sagði Sigurður að öll gögn málsins bentu til þess að Sigurjón hafi ekki haft ásetning til að misnota aðstöðu sína og að ekki hafi verið um auðgunarásetning að ræða. Sigurjón hafi í öllu þessum viðskiptum verið að vinna eftir ákveðinni herfræði sem miðaði að því að standa vörð um eiginfjárgrunn bankans, sem sé í raun hjarta hverrar bankastofnunar. Almennt hafi Sigurjón ekki talið rétt að lána fjármuni til hlutabréfakaupa með veði í bréfunum sjálfum, en í þessu tilfelli hafi fleira komið til, m.a. möguleiki á að tengja betur saman stóran eiganda að Byr við Landsbankann með mögulega sameiningu í huga.
Ítrekaði Sigurður að farið væri fram á að vísa málinu frá dómi, aðalkrafa væri að sýkna Sigurjón eða ef sakfelling kæmi til að dómurinn yrði sem vægastur og þá skilorðsbundinn. Þá væri farið fram á að allur kostnaður félli á ríkissjóð.