Töluvert af afbókunum hjá WOW

Ísraelskar vörur sniðgengnar | 21. september 2015

Töluvert af afbókunum hjá WOW

Töluvert hefur verið af afbókunum hjá WOW air vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur. 

Töluvert af afbókunum hjá WOW

Ísraelskar vörur sniðgengnar | 21. september 2015

Töluvert hefur verið af afbókunum hjá WOW air vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur. 

Töluvert hefur verið af afbókunum hjá WOW air vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur. 

Málið hefur þegar haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW, sem bætir við að félagið hafi jafnframt áhyggjur af íslenska kvikmyndaiðnaðinum sem hafi verið ein besta landkynningin á síðustu árum.

Aðspurð segist Svanhvít of snemmt að segja hvort jafnvægi sé aftur komið á afbókanir eftir að tilkynnt var að til stæði að draga tillöguna til baka og breyta henni þannig að hún nái aðeins til vörutegunda sem framleiddar eru á hermundum svæðum. „Við reynum að tala við okkar farþega um þetta mál,“ segir hún. 

Í samtali við mbl um helgina sagði Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar, að ísraelskir ferðamenn væru verðmætir fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.

Almennt hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 20% á Íslandi á síðastliðnum árum miðað við 4-5% aukningu annars staðar í heiminum.

Aðspurð hvort WOW muni leita réttar síns vegna tjónsins segir Svanhvít að málið sé ekki komið á það stig.

Hætt við ráðstefnur

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið hafa fengið mikið af athugasemdum á samfélagsmiðlum auk skilaboða um að fólk hafi hætt við ferðir, söluaðlar hætt að selja Íslandsferðir, hætt hafi verið við ráðstefnur og að fólk muni sniðganga Icelandair.

„Þetta kemur frá mörgum markaðssvæðum og því erfitt að átta sig á á þessari stundu hversu mikill skaðinn er,“ segir Guðjón.

mbl.is