Alveg eins og að vera á Everest

Everest kvikmyndin | 22. september 2015

Alveg eins og að vera á Everest

„Maður alveg fer inn í þessar aðstæður og mér finnst þetta skipta miklu máli þó að séu ekki allir sem myndu greina þarna á milli,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, fjallamaður og Everest-fari, um bíómyndina Everest. Hann hrósar kvikmyndagerðarfólkinu mikið fyrir að hafa endurskapað minnstu smáatriði.   

Alveg eins og að vera á Everest

Everest kvikmyndin | 22. september 2015

„Maður alveg fer inn í þessar aðstæður og mér finnst þetta skipta miklu máli þó að séu ekki allir sem myndu greina þarna á milli,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, fjallamaður og Everest-fari, um bíómyndina Everest. Hann hrósar kvikmyndagerðarfólkinu mikið fyrir að hafa endurskapað minnstu smáatriði.   

„Maður alveg fer inn í þessar aðstæður og mér finnst þetta skipta miklu máli þó að séu ekki allir sem myndu greina þarna á milli,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, fjallamaður og Everest-fari, um bíómyndina Everest. Hann hrósar kvikmyndagerðarfólkinu mikið fyrir að hafa endurskapað minnstu smáatriði.   

mbl.is settist niður með Haraldi Erni og Daða Einarssyni, Emmy-verðlaunahafa, til að ræða um myndina. Daði er listrænn stjórnandi hjá fyrirtækinu RVX sem sá um að endurskapa Everest og umhverfi þess í þrívíðu líkani sem raunverulegar kvikmyndatökur voru svo færðar inn í.

Þegar Haraldur Örn komst á topp Everest vorið 2002 fór hann með fyrirtækinu Adventure Consultants sem leikur stórt hlutverk í sögunni og hann fór á fjallið með sumum af þeim persónum sem koma fram í myndinni.

Leiðrétting: 

Í myndskeiðinu er sagt að Daði hafi hlotið óskarsverðlaun sem er ekki alveg rétt. Hann vann við gerð tæknibrellna í myndinni Gravity sem hlaut óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur árið 2014 en er þó ekki einn þeirra fjögurra sem eru titlaðir óskarsverðlaunhafar í flokknum. 

mbl.is