Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki tilbúinn að segja að eina ofbeldisaðgerðin sem ekki mætti grípa til aðgerða gegn væri ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum þegar hann var spurður út í tillögu borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael á Alþingi í dag.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki tilbúinn að segja að eina ofbeldisaðgerðin sem ekki mætti grípa til aðgerða gegn væri ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum þegar hann var spurður út í tillögu borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael á Alþingi í dag.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki tilbúinn að segja að eina ofbeldisaðgerðin sem ekki mætti grípa til aðgerða gegn væri ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum þegar hann var spurður út í tillögu borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael á Alþingi í dag.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Árna Pál sem formann Samfylkingarinnar hvort hann hefði stutt tillöguna sem borgarstjórn samþykkti og hefur valdið töluverðum úlfaþyt undanfarna daga. Árni Páll sagðist telja það röklegt og skynsamlegt af borgarstjóra að leggja til að draga tillöguna til baka enda hafi verið ljóst að vinna þyrfti hana betur.
Það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða til að koma í veg fyrir innkaup frá landránsbyggðum Ísraelsmanna á landssvæðum Palestínumanna. Það sé í samræmi við afstöðu sem aðrir flokkar jafnaðarmanna á Norðurlöndum hafi tekið um að eðlilegt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækjum sem versli með vörur sem séu upprunnar á landtökusvæðum og sérmerkja þær.
Benti Árni Páll á að undir þá afstöðu tæki utanríkisráðuneyti Framsóknarflokksins sem segði að öll rök hnigu að því að merkja vörur frá landtökubyggðum sérstaklega svo íslenskir neytendur gætu tekið upplýsta ákvörðun. Spurði Árni Páll þá Höskuld hvort að afstaða hans sem þingmanns sem styddi viðskiptabann á Rússland sem hefði einnig kostað sitt byggðist á grunngildum eða á pólitískum hráskinnaleik í þessu tiltekna máli.
„Ég er ekki tilbúinn að standa hér og segja að eina ofbeldisaðgerðin sem ekki sé hægt að grípa til aðgerða gegn sé ofbeldi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Mér finnst eðlilegt að Íslendingar, jafnt einstaklingar, borgin og ríkið sjálft hugleiði með hvaða hætti það vilji fara með viðskipti með vörur sem eru unnar í skjóli mannréttindabrota á hinum hernumdu svæðum,“ sagði Árni Páll.