Sisi náðar blaðamann

Egyptaland | 23. september 2015

Sisi náðar blaðamann

Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, veitti kanadíska blaðamanninum Mohamed Fahmy sakaruppgjöf í dag en Fahmi starfar hjá Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni.

Sisi náðar blaðamann

Egyptaland | 23. september 2015

Mohamed Fahmy
Mohamed Fahmy AFP

Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, veitti kanadíska blaðamanninum Mohamed Fahmy sakaruppgjöf í dag en Fahmi starfar hjá Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni.

Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, veitti kanadíska blaðamanninum Mohamed Fahmy sakaruppgjöf í dag en Fahmi starfar hjá Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni.

Ríkisfréttastofa Egyptalands, MENA, segir að blaðamaðurinn og tveir aðrir sem voru fangelsaðir um leið og Fahmy hafi verið í hópi 100 fanga sem forsetinn náðaði í dag. Þar á meðal eru tvær baráttukonur, þær  Sana Seif og Yara Sallam.

Fahmy var dæmdur í þriggja ára fang­elsi vegna starfa sinna fyr­ir al-Jazeera English auk tveggja annarra en þeir voru fundn­ir sek­ir um að hafa starfað án leyf­is og fyr­ir að birta efni skaðlegt Egyptalandi.

mbl.is