Í síðustu viku sendi íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson, sem kemur að Hörpuhótelsverkefninu, póst á Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, vegna samþykktar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael. Höskuldur sendi bréfið áfram til Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, en í þessari viku var ákveðið að draga samþykktina til baka á aukafundi borgarráðs.
Í síðustu viku sendi íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson, sem kemur að Hörpuhótelsverkefninu, póst á Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, vegna samþykktar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael. Höskuldur sendi bréfið áfram til Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, en í þessari viku var ákveðið að draga samþykktina til baka á aukafundi borgarráðs.
Í síðustu viku sendi íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson, sem kemur að Hörpuhótelsverkefninu, póst á Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, vegna samþykktar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael. Höskuldur sendi bréfið áfram til Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, en í þessari viku var ákveðið að draga samþykktina til baka á aukafundi borgarráðs.
Hafa meint áhrif sem hagsmunaaðilar höfðu á þróun þessa máls verið talsvert í umræðunni undanfarið. En hver er Eggert sem sendi upphaflega bréfið? Mbl.is skoðaði feril þessa manns aðeins nánar, en hann hefur meðal annars komið að svefnrannsóknafyrirtækinu Flögu, ferðaþjónustu á Suðureyri og nú hótelbyggingu.
Eggert hefur um langt skeið verið búsettur í Bandaríkjunum, en hann starfar sem stjórnandi hjá bandaríska fjárfestingafélaginu Equity resource investments (ERI) sem er í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum. Félagið sérhæfir sig í allskonar fasteignafjárfestingum víða um Bandaríkin.
Í frétt New York Times árið 1991 kom fram að Eggert hafi fyrst farið til Bandaríkjanna árið 1977 sem skiptinemi, en hann nam Austur-Asíufræði og sögu við Harvard áður en hann hætti þar og hóf störf hjá ERI. Þar vann hann sig svo upp til stjórnanda.
Aðkoma Eggerts að Hörpuhótelinu er sú að hann, í samstarfi við Carpenter & Company, hafa fjárfest í verkefninu í gegnum félagið Cambridge Plaza hotel company, en það er í gegnum hollenskt félag í þeirra eigu, en samkvæmt upplýsingum mbl.is er þar um eigin fjárfestingu Eggerts að ræða, en ekki ERI. Stjórnandi Carpenter & Company er Richard L. Friedman, en hann og Eggert höfðu áður kynnst við hóteluppbyggingu í Boston.
Í bréfi Eggerts til Höskuldar og í upptalningu á aðkomu gyðinga að hótelverkefninu nefnir hann sérstaklega Friedman, en Eggert segir ákvörðun Reykjavíkur senda þau boð að gyðingar séu ekki velkomnir til landsins.
Þegar tilkynnt var um kaup hópsins á hótelreitnum og að Marriott Edition hótel myndi rísa þar var haft eftir Höskuldi að gott væri að fá hæfa og reynda aðila að verkefninu og nefndi hann sérstaklega hótelverkefni í Norður-Ameríku.
Þrátt fyrir búsetu erlendis hefur Eggert áður verið viðloðandi innlend verkefni og fyrirtæki. Hann var meðal annars stór hluthafi í svefnrannsóknarfélaginu Flögu og var í stjórn þess frá árinu 2000. Seinna fór hann, ásamt Arion banka í málaferli við Boga Pálsson, fjárfesti og stjórnarformann félagsins, vegna viðskipta hans með bréf í félaginu.
Eggert er einnig stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Fisherman fishing village á Suðureyri á Vestfjörðum. Fyrirtækið rekur hótel, veitingastað og fiskiskóla og hefur verið byggt upp jafnt og þétt frá árinu 2000.
Árið 2012 varð Eggert svo fórnarlamb svika í tengslum við mótorhjólaklúbbinn Vítisengla, en við tugmilljóna svik meðlima félagsins hér á landi af Íbúðalánasjóði var meðal annars notast við félagið Saffran ehf., sem Björg Bergsveinsdóttir, eiginkona Eggerts, hafði stofnað.
Björg var einnig í fréttum nýlega, en dýrasta íbúð landsins, sem hún á, var forsíðumynd tímaritsins Húsa og híbýla. Er íbúðin í Skuggahverfinu, en allar innréttingar voru sérsmíðaðar hérlendis.