Einstök bjór kominn aftur í hillur

Ísraelskar vörur sniðgengnar | 30. september 2015

Einstök bjór kominn aftur í hillur

Svo virðist sem Einstök bjórinn hafi ratað aftur í flestar búðarhillur eftir að hafa verið fjarlægður úr nokkrum þeirra fyrr í mánuðinum vegna samþykkt­ar borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur um ísra­elsk­ar vör­ur. Framkvæmdastjóri segir tjónið vonandi verða takmarkað þar sem náðst hefur að vinna úr málinu.

Einstök bjór kominn aftur í hillur

Ísraelskar vörur sniðgengnar | 30. september 2015

Mynd af Facebook síðu Einstök

Svo virðist sem Einstök bjórinn hafi ratað aftur í flestar búðarhillur eftir að hafa verið fjarlægður úr nokkrum þeirra fyrr í mánuðinum vegna samþykkt­ar borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur um ísra­elsk­ar vör­ur. Framkvæmdastjóri segir tjónið vonandi verða takmarkað þar sem náðst hefur að vinna úr málinu.

Svo virðist sem Einstök bjórinn hafi ratað aftur í flestar búðarhillur eftir að hafa verið fjarlægður úr nokkrum þeirra fyrr í mánuðinum vegna samþykkt­ar borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur um ísra­elsk­ar vör­ur. Framkvæmdastjóri segir tjónið vonandi verða takmarkað þar sem náðst hefur að vinna úr málinu.

Guðjón Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Ein­stök, staðfesti fyrr í mánuðinum í samtali við mbl að stór mat­vöru­keðja á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna hef­ði tekið bjórinn úr sölu vegna fyrrnefndar samþykkt­ar er lagði til að innkaupabann borgarinnar á ísraelskum vörum yrði undirbúið og útfært. Líkt og fram hefur komið hefur samþykktin verið dregin til baka.

Guðjón segist hafa fengið aðstoð frá viðskiptafulltrúa utanríkisráðuneytisins í New York við að upplýsa verslunareigendur um stöðu málsins. Þá segist hann ekki vita til þess að dreifingaraðilar bjórsins í Bandaríkjunum hafi fengið fleiri hótanir um að bjórinn yrði tekinn úr sölu og telur því að upplýsingar hafi komist ágætlega til skila.

250% vöxtur

Hlutur Einstakrar á erlendum mörkuðum hefur vaxið gífurlega að undanförnu en það sem af er ári hefur útflutningur aukist um 250 prósent. Mest er flutt út til Bandaríkjanna, þar sem Einstök fæst í ell­efu ríkj­um hjá tug­um þúsunda söluaðila, en Norðurlöndin eru einnig vaxandi markaður.

Guðjón segir Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna vera stærsta markaðinn en bætir við að svæðið í kringum New York sé einnig að koma sterkt inn. Þá hefur Flórída þá einnig verið vaxandi markaður en Einstök bjórinn var t.d. tekinn í sölu í Disney Epcot og Hollywood Studios görðunum á síðasta ári.

Frétt mbl.is: Hætta sölu á Einstök bjór

Einstök í bandarískri stórverslun.
Einstök í bandarískri stórverslun. Mynd af Facebook síðu Einstök
mbl.is