Bíll Haas fullskapaður

Formúla-1/Haas F1 | 6. október 2015

Bíll Haas fullskapaður

Keppnisbíll Haaas-liðsins bandaríska fyrir næsta ár er „fullskapaður“ að sögn liðseigandans, Gene Haas. Segir hann vinnu við 2017-bílinn hefjast áður en árið er úti.

Bíll Haas fullskapaður

Formúla-1/Haas F1 | 6. október 2015

Haas hefur verið sigursælt í vinsælustu akstursíþrótta Bandaríkjanna, NASCAR. Hér …
Haas hefur verið sigursælt í vinsælustu akstursíþrótta Bandaríkjanna, NASCAR. Hér er Kurt Busch (41) á Haas-bíl í keppni við Casey Mearsí Dover í Delaware sl. laugardag. mbl.is/afp

Keppnisbíll Haaas-liðsins bandaríska fyrir næsta ár er „fullskapaður“ að sögn liðseigandans, Gene Haas. Segir hann vinnu við 2017-bílinn hefjast áður en árið er úti.

Keppnisbíll Haaas-liðsins bandaríska fyrir næsta ár er „fullskapaður“ að sögn liðseigandans, Gene Haas. Segir hann vinnu við 2017-bílinn hefjast áður en árið er úti.

Haas mætir til keppni í formúlu-1 á næsta ári en það hefur verið ákaflega sigursælt í IndyCar, syssturkeppni formúlu-1 í Bandaríkjunum. Í aðdraganda þátttöku í  formúlunni gekk liðið til samstarfs við Ferrari um aflrás bíla sinna og bílsmiðinn Dallara vegna undirvagns þeirra.

Þótt Manor - sem var um tíma í höndum skiptaráðanda - sé eina liðið af þremur sem mættu til keppni 2010 til að lifa enn af segist Haas telja að aðferðafræði síns liðsins muni skila meiri árangri en liðanna þriggja, sem tæpast hafa unnið stig öll árin.

„Við tókum okkur miklu lengri tíma til undirbúnings, til að gera keppnisbílinn kláran og á þessum tíma höfum við gengið til mikilvægs samstarfs við Ferrari, Dallara og starfsstöð okkar í Banbury í Englandi,“ segir  Haas.

Bætir hann við, að þegar Haas mæti til keppni á næsta ári verði bílarnir klárir ti lkeppni, ekki enn á þróunarstigi.

mbl.is