Umboðsmaður Alþingis segir að ótvíræður lagagrundvöllur hafi ekki verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvara tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutfélags í eigu bankans (Eignasafn SÍ) í lok árs 2009.
Umboðsmaður Alþingis segir að ótvíræður lagagrundvöllur hafi ekki verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvara tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutfélags í eigu bankans (Eignasafn SÍ) í lok árs 2009.
Umboðsmaður Alþingis segir að ótvíræður lagagrundvöllur hafi ekki verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvara tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutfélags í eigu bankans (Eignasafn SÍ) í lok árs 2009.
Þetta kemur fram í bréfi sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sendi fjármála- og efnahagsráðherra, bankaráði Seðlabanka Íslands, seðlabankastjóra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í síðustu viku. Hann gerði þar grein fyrir athugun sem hann hafi unnið að á síðustu árum vegna atriða tengdum athugunum og rannsóknum Seðlabanka Íslands vegna gruns um brot á reglum um gjaldeyrishöft.
Í bréfinu var einnig fjallað um lagagrundvöll fyrir flutningi verkefna á sviði umsýslu og sölu eigna sem Seðlabankinn hefur farið með frá árinu 2008 vegna fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki og falls þeirra. Bréfið má lesa hér.
Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að það sé mat Heiðars Guðjónssonar fjárfestist að ráðstöfun ESÍ á eignum fyrir hundruð milljarða kunni að vera í uppnámi kjölfar álits umboðsmanns Alþingis. Heiðar telur álit umboðsmanns á embættisfærslum Seðlabankans í Sjóvarmálinu fera sigur fyrir sinn málstað
Í tilkynningu segir að Umboðsmanni Alþingis hafi á síðustu árum borist ýmsar ábendingar og kvartanir vegna starfshátta Seðlabanka Íslands. Þetta varð embættinu tilefni til þess að taka það til athugunar hvort rétt væri að ráðast í formlega frumkvæðisathugun.
Hann bendir á, að möguleikar embættisins til að sinna frumkvæðismálum frá og með árinu 2011 hafi verið mjög takmarkaðir vegna fjölgunar kvartana og ekki sé að sjá að úr rætist á næstunni. Í ljósi þessa ákvað Tryggvi að gera þeim stjórnvöldum sem fara með framkvæmd þessara mála grein fyrir því sem fram hefði komið við athugun hans á þessum málum með bréfi, og setja fram tilteknar ábendingar um að betur verði hugað að einstökum þáttum þeirra, í stað þess að ljúka athuguninni með formlegri frumkvæðisathugun og beinum tilmælum.
„Af hálfu umboðsmanns er þessi leið farin til þess að ábendingar hans geti komið til skoðunar við hugsanlegar lagabreytingar, svo sem við endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands sem nú er unnið að, og breytingar á starfsháttum stjórnvalda. Í bréfinu áréttar umboðsmaður einnig að þess verði gætt í framtíðinni að vanda betur til lagasetningar um sambærileg mál, sérstaklega um framsetningu refsiheimilda og þar með um grundvöll athugana og rannsókna stjórnvalda þegar grunur vaknar um brot sem sætt geta viðurlögum,“ segir á vef umboðsmanns.
Í bréfinu sem Tryggvi sendi ráðherra, bankaráði, seðlabankastjóra og stjórnskipunarnefnd þingsins, er vikið að flutningi verkefna Seðlabankans við umsýslu og sölu eigna til einkahlutafélags (ESÍ) í eigu bankans og þeim lagaheimildum sem bankinn hafði byggt á í því sambandi.
Tilefni athugunar umboðsmanns á þessum þætti voru m.a. ábendingar um að þeir sem komið hefðu fram fyrir hönd bankans/einkahlutafélags hans hefðu gert það með áþekkum hætti og um væri að ræða einkaaðila en ekki ríkisstofnun.
„Er það afstaða umboðsmanns að skýringar bankans um lagaheimild til flutnings verkefnanna hafi ekki verið fullnægjandi. Umboðsmaður leggur áherslu á að auk þess sem fullnægjandi lagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til slíks flutnings opinberra verkefna frá ríkisstofnun sé líka mikilvægt að þeir starfsmenn sem fjalli um þessi mál, viðsemjendur um þessar eignir og kröfur og almennir borgarar séu ekki í vafa um eftir hvaða reglum, svo sem um meðferð valds og upplýsinga, hæfi og málsmeðferð að öðru leyti, eigi að fara í þessum tilvikum,“ segir umboðsmaður.
Í bréfinu segir orðrétt: „Ég fæ ekki séð að ótvíræður lagagrundvöllur hafi verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvara tiltekinna krafna og annarra eigna bnkans voru færð til einkahlutafélags í eigu bankans.“