Már í Perú og svarar ekki strax

Seðlabankinn | 7. október 2015

Már í Perú og svarar ekki strax

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er á leið til Perú og mun því ekki tjá sig um bréf umboðsmanns Alþingis á næstu dögum. Upplýsingafulltrúi seðlabankans segir ekkert benda til þess að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) sé í uppnámi.

Már í Perú og svarar ekki strax

Seðlabankinn | 7. október 2015

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, er á leið til Perú og mun því ekki tjá sig um bréf umboðsmanns Alþing­is á næstu dög­um. Upp­lýs­inga­full­trúi seðlabank­ans seg­ir ekk­ert benda til þess að Eigna­safn Seðlabanka Íslands (ESÍ) sé í upp­námi.

Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, er á leið til Perú og mun því ekki tjá sig um bréf umboðsmanns Alþing­is á næstu dög­um. Upp­lýs­inga­full­trúi seðlabank­ans seg­ir ekk­ert benda til þess að Eigna­safn Seðlabanka Íslands (ESÍ) sé í upp­námi.

Ráðstöf­un Eigna­safns Seðlabanka Íslands á eign­um fyr­ir hundruð millj­arða kann að vera í upp­námi sam­kvæmt því sem fram kem­ur í bréfi umboðs manns Alþing­is en þar kem­ur fram að ekki hafi verið ótví­ræður laga­grund­völl­ur til staðar þegar verk­efni á sviði um­sýslu og fyr­ir­svara til­tek­inna krafna og annarra eigna bnk­ans voru færð til ESÍ í lok árs 2009.

Hér má lesa bréfið í heild.

Haft er eft­ir Stefáni Jó­hanni Stef­áns­syni, upp­lýs­inga­full­trúa SÍ, í Morg­un­blaðinu í dag að Már sé upp­tek­inn við er­ind­is­flutn­ing og þátt­töku í þétt­pakkaðri dag­skrá á ráðstefnu og fleiru í aðdrag­anda árs­fund­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og Alþjóðabank­ans sem fer fram í Lima í Perú dag­ana 9. til 11. októ­ber.

Stefán Jó­hann seg­ir að í tengsl­um við þessa fundi séu fjöl­marg­ir fund­ir með aðilum sem skipta miklu máli fyr­ir hið alþjóðlega fjár­mála­kerfi og alþjóðaviðskipti Íslands. „Við erum að skoða þetta bréf sem fel­ur að mestu í sér ábend­ing­ar til stjórn­valda og svo kem­ur í ljós hvað út úr því kem­ur, þegar við erum búin að fara yfir þetta,“ sagði Stefán Jó­hann, sem kvaðst ekki geta sagt til um hvenær viðbragða bank­ans sé að vænta.

Málið tekið fyr­ir

Auk þess að vera til seðlabanka­stjóra er bréf­inu einnig beint til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjar­mála- og efna­hagsraðherra, Þór­unn­ar Guðmunds­dótt­ur, for­manns bankaráðs SÍ og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Ögmund­ur Jónas­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir álitið verða tekið fyr­ir í fyrstu yf­ir­ferð á morg­un. Það verði svo tekið fyr­ir á næstu fund­um nefnd­ar­inn­ar.

Þór­unn Guðmunds­dótt­ir, formaður bankaráðs, seg­ir álit umboðsmanns verða tekið fyr­ir í ráðinu en næsti reglu­legi fund­ur er 29. októ­ber.

Ekki náðist í Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, þegar eft­ir því var leitað.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is