Isavia hefur frest til mánaðamóta

Verslunarrýmið í Leifsstöð | 16. október 2015

Isavia hefur frest til mánaðamóta

Mál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fékk Isavia frest fram til 30. október til þess að skila greinargerð.

Isavia hefur frest til mánaðamóta

Verslunarrýmið í Leifsstöð | 16. október 2015

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Kristinn Ingvarsson

Mál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fékk Isavia frest fram til 30. október til þess að skila greinargerð.

Mál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fékk Isavia frest fram til 30. október til þess að skila greinargerð.

Málið varðar aðfararbeiðni Kaffitárs en fyrirtækið leitaði til sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu í ágúst og krafðist þess að gögn frá sam­keppni um leigu­rými í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar verði sótt með aðför.

Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur tví­veg­is kom­ist að þeirri niður­stöðu að Isa­via beri að af­henda Kaffitári gögn­in en Isa­via seg­ir þau hins veg­ar inni­halda viðkvæm­ar fjár­hags­leg­ar upp­lýs­ing­ar um sam­keppn­isaðila og því sé ekki hægt að láta þau af hendi.

Isavia höfðaði þá ógild­ing­ar­mál vegna niður­stöðu úr­sk­urðanefnd­arinnar og krafðist flýtimeðferðar á ógildingarmálinu. Í september staðfesti hins vegar Hæstirétt­ur úr­sk­urð héraðsdóms þar sem beiðni Isa­via um flýtimeðferð var hafnað.

Ástæðan fyr­ir því að Isa­via var talið skylt að af­henda gögn máls­ins var sú að fyr­ir­tæk­in fengu eng­an rök­stuðning fyr­ir ein­kunna­gjöf­inni sem réð því hvort þau fengju versl­un­ar­pláss. Til þess að geta áttað sig á rök­semd­un­um hafi fyr­ir­tæk­inu því verið nauðsyn­legt að sjá sam­an­b­urðinn.

Frétt mbl.is: Beiðni um flýtimeðferð gegn Kaffitári hafnað

Frétt mbl.is: Kaffitár krefst aðfarar hjá Isavia

mbl.is