Mál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fékk Isavia frest fram til 30. október til þess að skila greinargerð.
Mál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fékk Isavia frest fram til 30. október til þess að skila greinargerð.
Mál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og fékk Isavia frest fram til 30. október til þess að skila greinargerð.
Málið varðar aðfararbeiðni Kaffitárs en fyrirtækið leitaði til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og krafðist þess að gögn frá samkeppni um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði sótt með aðför.
Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögnin en Isavia segir þau hins vegar innihalda viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um samkeppnisaðila og því sé ekki hægt að láta þau af hendi.
Isavia höfðaði þá ógildingarmál vegna niðurstöðu úrskurðanefndarinnar og krafðist flýtimeðferðar á ógildingarmálinu. Í september staðfesti hins vegar Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni Isavia um flýtimeðferð var hafnað.
Ástæðan fyrir því að Isavia var talið skylt að afhenda gögn málsins var sú að fyrirtækin fengu engan rökstuðning fyrir einkunnagjöfinni sem réð því hvort þau fengju verslunarpláss. Til þess að geta áttað sig á röksemdunum hafi fyrirtækinu því verið nauðsynlegt að sjá samanburðinn.