Isavia ætlar ekki að skila gögnum til Kaffitárs um forval á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi gert félaginu að skila gögnunum. Þetta sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.
Isavia ætlar ekki að skila gögnum til Kaffitárs um forval á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi gert félaginu að skila gögnunum. Þetta sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.
Isavia ætlar ekki að skila gögnum til Kaffitárs um forval á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi gert félaginu að skila gögnunum. Þetta sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.
Dómsmál Kaffitárs gegn Isavia var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Isavia fékk frest til mánaðarmóta til að skila greinargerð.
Frétt mb.is: Isavia hefur frest til mánaðarmóta
„Það sem er verið að biðja um núna eru ekki upplýsingar um hvernig Isavia vinnur,“ sagði Björn Óli í Vikulokunum í morgun. „Það er verið að biðja um upplýsingar hvernig þessi fyrirtæki sem tóku þátt í þessu útboði vinna, það eru miklu meiri upplýsingar um fyrirtæki heldur en þau eðlilega myndu gefa.“
Hann sagði að Isavia ætlaði ekki að afhenda gögnin og þannig halda trúnaði við fyrirtækin sem tóku þátt í útboðinu.