Mögulegt framboð til varaformanns VG

Landsfundur Vinstri grænna 2015 | 23. október 2015

Mögulegt framboð til varaformanns VG

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn um helgina og settur í dag.

Mögulegt framboð til varaformanns VG

Landsfundur Vinstri grænna 2015 | 23. október 2015

Björn Valur Gíslason varaformaður VG fær að líkindum mótframboð.
Björn Valur Gíslason varaformaður VG fær að líkindum mótframboð. mbl.is/Árni Sæberg

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn um helgina og settur í dag.

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn um helgina og settur í dag.

Ekki er búist við framboði gegn sitjandi formanni flokksins en í ljós á þó enn eftir að koma hvort Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna, gefi kost á sér til embættis varaformanns.

Mjög hefur verið þrýst á Daníel Hauk að gefa kost á sér til embættisins. „Þetta sýnir, að ég held, fyrst og fremst hversu mikið líf og gróska er í hreyfingunni,“ segir Daníel Haukur í forspjalli um landsfund VG í Morgunblaðinu í dag, en frestur til framboðs rennur út í kvöld.

mbl.is