Enginn bauð sig fram gegn Bjarna

Enginn bauð sig fram gegn Bjarna

Enginn lýsti yfir framboði gegn Bjarna Benediktssyni, til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009 og í framboðsræðunni vísaði hann til setningarræðu sinnar í gær og sagðist í raun flytja sína framboðsræðu á hverjum degi.

Enginn bauð sig fram gegn Bjarna

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 | 24. október 2015

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn lýsti yfir framboði gegn Bjarna Benediktssyni, til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009 og í framboðsræðunni vísaði hann til setningarræðu sinnar í gær og sagðist í raun flytja sína framboðsræðu á hverjum degi.

Enginn lýsti yfir framboði gegn Bjarna Benediktssyni, til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009 og í framboðsræðunni vísaði hann til setningarræðu sinnar í gær og sagðist í raun flytja sína framboðsræðu á hverjum degi.

Hann sagðist að sjálfsögðu sækjast eftir stuðningi landsfundarins til þess að halda góðu starfi áfram. „Á margan hátt finnst mér að við höfum náð meiri árangri á skemmri tíma en ég bjóst við,“ sagði Bjarni.

„En það er mikið verk óunnið og við þurfum að ná eyrum kjósenda betur,“ sagði hann og bætti við að virkja þyrfti allt það góða fólk sem væri samankomið á landsfundinum.

Fundargestir stóðu upp og fögnuðu Bjarna ákaft að lokinni ræðu.

mbl.is