„Ég deili öllum viðhorfum sem snúa að frelsi einstaklingsins. Ég gladdist mjög mikið yfir því hvernig slík viðhorf fengu gott svigrúm á fundinum,“ sagði Ólöf Nordal að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún var kjörinn varaformaður flokksins.
„Ég deili öllum viðhorfum sem snúa að frelsi einstaklingsins. Ég gladdist mjög mikið yfir því hvernig slík viðhorf fengu gott svigrúm á fundinum,“ sagði Ólöf Nordal að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún var kjörinn varaformaður flokksins.
„Ég deili öllum viðhorfum sem snúa að frelsi einstaklingsins. Ég gladdist mjög mikið yfir því hvernig slík viðhorf fengu gott svigrúm á fundinum,“ sagði Ólöf Nordal að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún var kjörinn varaformaður flokksins.
Nokkra athygli vakti hve mörg mála ungra sjálfstæðismanna fengu hljómgrunn á fundinum og kvað við frjálslyndari tón í ályktunum flokksins en oft áður. Þannig var t.a.m. ályktað um að leyfa ætti staðgöngumæðrun og líknardráp, auk þess um afglæpavæðingu þess að bera á sér fíkniefni til neyslu. Markast það af því að líta skuli á fíkn sem heilsufarsvanda en ekki eitthvað sem taka eigi á í dómskerfinu.
Þá vakti athygli ályktun um að kanna ætti möguleika þess að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónu. Þá var ályktað um að lækka ætti skatta og einfalda skattkerfið, að því er fram kemur í umfjöllun um landsfundinn í Morgunblaðinu í dag.