Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða

Húsleit hjá Samherja | 6. nóvember 2015

Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða

Skattrannsóknarstjóri hefur tilkynnt Samherja að eftir skoðun á máli fyrirtæksins hafi embættið ekki séð ástæðu til aðgerða af sinni hálfu. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til starfsmanna, sem er undirritað af Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni.

Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða

Húsleit hjá Samherja | 6. nóvember 2015

Fiskvinnsla Samherja í Dalvík.
Fiskvinnsla Samherja í Dalvík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skattrannsóknarstjóri hefur tilkynnt Samherja að eftir skoðun á máli fyrirtæksins hafi embættið ekki séð ástæðu til aðgerða af sinni hálfu. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til starfsmanna, sem er undirritað af Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni.

Skattrannsóknarstjóri hefur tilkynnt Samherja að eftir skoðun á máli fyrirtæksins hafi embættið ekki séð ástæðu til aðgerða af sinni hálfu. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til starfsmanna, sem er undirritað af Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni.

„Eins og áður hefur komið fram hafði embætti sérstaks saksóknara fellt niður mál tengd okkur eftir mikla rannsókn enda niðurstaða embættisins að ekki væri fótur fyrir kæru bankans. Taldi embættið meðal annars að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að skila gjaldeyri til landsins og að ýmsar túlkanir Seðlabankans væru í besta falli „umdeilanlegar“. Samhliða niðurfellingu sendi embætti sérstaks saksóknara afmarkaða þætti til skoðunar hjá skattrannsóknarstjóra,“ segir m.a. í bréfinu.

Þar benda undirrituðu einnig á að umboðsmaður Alþingis hafi tekið undir margt af því sem fyrirtækið hefði gagnrýnt varðandi stjórnsýslu Seðlabankans og „bankaráð samþykkt að gerð verði óháð úttekt á stjórnsýslu bankans við framkvæmd gjaldeyriseftirlits og gjaldeyrisrannsókna.“

Bréfið í heild:

Kæru starfsmenn,

Eins og áður hefur komið fram hafði embætti sérstaks saksóknara fellt niður mál tengd okkur eftir mikla rannsókn enda niðurstaða embættisins að ekki væri fótur fyrir kæru bankans. Taldi embættið meðal annars að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að skila gjaldeyri til landsins og að ýmsar túlkanir Seðlabankans væru í besta falli „umdeilanlegar“. Samhliða niðurfellingu sendi embætti sérstaks saksóknara afmarkaða þætti til skoðunar hjá skattrannsóknarstjóra.

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna ykkur að í gær barst Samherja afrit af tilkynningu skattrannsóknarstjóra til embættis sérstaks saksóknara þar sem fram kemur að eftir skoðun á málinu hafi skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu.

Þá hefur umboðsmaður Alþingis tekið undir margt af því sem við höfum gagnrýnt varðandi stjórnsýslu Seðlabankans og bankaráð samþykkt að gerð verði óháð úttekt á stjórnsýslu bankans við framkvæmd gjaldeyriseftirlits og gjaldeyrisrannsókna.

Við erum því mjög ánægðir með niðurstöðuna enda er hún í samræmi við það sem við höfum alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hefur verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan er að starfsfólk Samherja og dótturfélaga okkar hafa unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara.

Ítreka skal að staðfest hefur verið að ávirðingar Seðlabankans hafa verið efnislega rangar og hafa ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hefur frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að okkur, félaginu og starfsfólki, verður því ekki kölluð annað en ljót og er bankanum til minnkunar.

Í gegnum þetta mál höfum þétt raðirnar, treyst hvort öðru og haft sigur. Enn og aftur viljum við þakka ykkur kæru starfsmenn fyrir stuðninginn í gegnum þessi hartnær fjögur ár. Það er því ástæða til að gleðjast og að starfsmenn Samherja, hvort sem er á sjó eða landi, geri sér dagamun fljótlega.

Kærar kveðjur,

Þorsteinn Már Baldvinsson

Kristján Vilhelmsson

mbl.is