Margir ströggla við að koma skipulagi á eldhúsið, en þá er gott að leita ráða fagmanns. Vefsíðan Popsugar hefur tekið saman ráð konu sem sér um að skipuleggja híbýli fólks.
Margir ströggla við að koma skipulagi á eldhúsið, en þá er gott að leita ráða fagmanns. Vefsíðan Popsugar hefur tekið saman ráð konu sem sér um að skipuleggja híbýli fólks.
Fjárfestu í góðu skipulagi
Hugsaðu verkefnið líkt og þú sért að endurinnrétta. Ef þú fjárfestir í hillum eða kössum sem auðvelda þér skipulagið ert þú mun líklegri til að halda þig við efnið.
Engan óþarfa
Eldhús og búr verða oft samastaður fyrir alls kyns vörur sem ekki eiga heima þar. Þegar þú endurskipuleggur eldhúsið skaltu einungis geyma vörur sem tilheyra því þar, líkt og matvöru, drykki og eldhúsáhöld.
Geymdu aðrar vörur þar sem þær eiga heima, svo sem í þvottahúsi eða geymslu.
Flokkaðu
Taktu allar vörur niður úr hillum og flokkaðu þær, eldhúsáhöld sér, matvöru sér og svo framvegis.
Geymdu líkar vörur á sama stað, allt krydd fer til að mynda á sömu hillu, pakkasósur eiga heima saman og svo mætti lengi telja.
Pakkaðu upp á nýtt
Hugleiddu að endurpakka þeim vörum sem að staðaldri má finna í eldhúsinu þínu.
Fjárfestu í góðum geymsluboxum fyrir vörur líkt og sykur, salt, hveiti, hnetur og fræ. Þannig minnkar þú magn óaðlaðandi umbúða í eldhúsinu þínu, geymsluplássið verður stílhreinna og auðveldara verður að raða vörunum á sína staði.
Hafðu vinsælustu vörurnar innan seilingar
Sniðugt er að skipuleggja eldhúsið, eða búrið, þannig að gott aðgengi sé að hlutunum sem eru í mikilli notkun.
Hlutir sem eru sjaldan notaðir geta síðan farið upp í efstu skápa eða hillur þar sem erfiðara er að nálgast þá.
Merktu hlutina
Tilgangurinn með endurskipulaginu er að búa til kerfi sem þú ert líkleg/ur til að fylgja til langframa. Þess vegna er óvitlaust að fjárfesta í tóli sem útbýr merkimiða, eða bara kaupa límmiða og merkitúss til að merkja hlutina