Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi eins af mönnunum sem sýknaður var af hópnauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, segir að skjólstæðingur sinn hafi aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. „Og það mun hann alls ekki gera.“
Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi eins af mönnunum sem sýknaður var af hópnauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, segir að skjólstæðingur sinn hafi aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. „Og það mun hann alls ekki gera.“
Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi eins af mönnunum sem sýknaður var af hópnauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, segir að skjólstæðingur sinn hafi aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. „Og það mun hann alls ekki gera.“
Þetta kemur fram í frétt Vísis.
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannsins, sagðist hins vegar gera ráð fyrir að piltarnir myndu sækja rétt sinn vegna gæsluvarðhalds sem þeir sátu í og hugsanlega kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir, líkt og fram kemur í frétt Vísis.
Fimm menn voru í gær sýknaðir af hópnauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en einn þeirra var hins vegar dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að mynda atvikið. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Piltarnir eru í dag á aldrinum 18-20 ára en atvikið átti sér stað í íbúð í Breiðholti í Reykjavík í maí á síðasta ári. Stúlkan er 18 ára í dag en var 16 ára þegar atvikið varð.