Farið er fram á þunga fangelsisdóma af hálfu ákæruvaldsins komi til sakfellingar í Stím-málinu svonefndu en málflutningur vegna þess stendur yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísaði saksóknari til dóma í öðrum hliðstæðum málum í þeim efnum.
Farið er fram á þunga fangelsisdóma af hálfu ákæruvaldsins komi til sakfellingar í Stím-málinu svonefndu en málflutningur vegna þess stendur yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísaði saksóknari til dóma í öðrum hliðstæðum málum í þeim efnum.
Farið er fram á þunga fangelsisdóma af hálfu ákæruvaldsins komi til sakfellingar í Stím-málinu svonefndu en málflutningur vegna þess stendur yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísaði saksóknari til dóma í öðrum hliðstæðum málum í þeim efnum.
Saksóknari telur hæfilegan dóm fyrir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, fangelsi ekki skemur en fimm ár, fyrir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta bankans, fangelsi ekki skemur en þrjú ár og fyrir Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankastjóra Saga Capital, fangelsi í ekki skemmri tíma en 18 mánuði. Frá því dragist átta daga gæsluvarðhald á sínum tíma.
Lárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga hjá Glitni banka þegar hann beitti sér fyrir því að félaginu FS36, sem síðar varð Stim, fengi um 20 milljarða króna lán frá bankanum með veði í öllu hlutafé félagsins og bréfum í FL Group sem lánsféð var notað til að kaupa. Lánsféð var einnig notað til að kaupa bréf í Glitni.
Frétt mbl.is: Skapaði verulega fjártjónshættu
Jóhannes er ákærður fyrir umboðssvik fyrir að hafa beitt sér fyrir því að fjárfestingasjóðurinn GLB FX, í eigu Glitnis banka, keypti framvirkt skuldabréf í Stím af Saga Capital. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum með því að hafa hvatt til þeirra viðskipta og liðsinnt Jóhannesi í þeim. Markmiðið með viðskiptunum hafi verið að tryggja að Saga Capital fengi kröfu sína að fullu bætta.
Saksóknari sagði að Jóhannes hefði þannig gengið erinda Þorvaldar og Saga Capital á kostnað Glitnis banka. Þorvaldur hefði ennfremur haft persónulegra hagsmuna að gæta en hann hefði átt 12% hlut í Saga Capital. Fjártjónshættan fyrir Glitni vegna þessara viðskipta hefði verið veruleg og það hefði þeim mátt vera ljóst. Verðmæti skuldabréfsins hefði enda í raun og veru ekki verið neitt.
Fram kom í málið saksóknara að framganga Jóhannesar hefði borið með sér einbeittan vilja til þess að tryggja að Saga Capital fengi kröfu sína bætta að fullu. Afleiðing þess hefði verið sú að Saga Capital hefði fengið allt sitt bætt á kostnað GLB FX og þar með Glitnis banka. Aðrir kröfuhafar Stím hefðu ekkert fengið geitt upp í sínar kröfur. Þeim hefðu ekki getað dulist afleiðingar gerða sinna.
Saksóknari sagði umboðssvikin vera mjög alvarleg og snúast um háar fjárhæðir. Tjónið hefði í heild numið 24 milljörðum króna. Sagði hann ákæruvaldið telja sannað og yfir skynsaman vafa hafið að hinir ákærðu væru sekir um það sem þeim væri gefið að sök og bæri að dæma þá til refsingar.