Embætti sérstaks saksóknara hefur nú lokið rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það hefur verið til rannsóknar undanfarin ár. Er málið nú í ákvörðunarferli hjá saksóknara embættisins og kemur þá í ljós hvort ákært verði í málinu eða ekki. Þetta staðfestir Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari við mbl.is
Embætti sérstaks saksóknara hefur nú lokið rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það hefur verið til rannsóknar undanfarin ár. Er málið nú í ákvörðunarferli hjá saksóknara embættisins og kemur þá í ljós hvort ákært verði í málinu eða ekki. Þetta staðfestir Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari við mbl.is
Embætti sérstaks saksóknara hefur nú lokið rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það hefur verið til rannsóknar undanfarin ár. Er málið nú í ákvörðunarferli hjá saksóknara embættisins og kemur þá í ljós hvort ákært verði í málinu eða ekki. Þetta staðfestir Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari við mbl.is
Ólafur segir að óvíst sé hversu langan tíma taki að fá niðurstöðu varðandi hvort ákæra verði gefin út eða ekki, enda geti saksóknari óskað eftir frekari gögnum eða rannsókn og þá geti teygst á málinu.
Áður hafði sérstakur saksóknari ákært fyrir markaðsmisnotkunarmál hjá bæði Landsbankanum og Kaupþingi. Voru flestir ákærðu sakfelldir í báðum málunum í héraðsdómi og verður Landsbankamálið flutt í Hæstarétti um miðjan janúar á næsta ári. Enn er ekki komin tímasetning á Kaupþingsmálið, en það var flutt í héraði síðasta vor.