Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu svonefnda en þar var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE og fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum.
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu svonefnda en þar var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE og fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum.
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í Stím-málinu svonefnda en þar var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE og fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum.
„Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir málið og leitað sér lögfræðiráðgjafar hefur stjórn AFE komist að þeirri niðurstöðu að aðhafast ekki í máli framkvæmdastjóra félagsins fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar Íslands liggur fyrir.
Allt frá því að framkvæmdastjórinn fékk stöðu grunaðs manns hefur stjórn félagsins borið fullt traust til hans og á því hefur ekki orðið breyting. Það er ákvörðun stjórnar að leyfa framkvæmdastjóra að njóta áfram vafans. Í ljósi þess hvernig á málum hefur verið haldið hingað til og þess að málið er enn í meðförum dóms telur stjórn eðlilegt að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir, enda hefur Hæstiréttur síðasta orðið um sekt manna og sakleysi að lögum,“ segir í tilkynningu, en undir hana ritar Unnar Jónsson, formaður stjórnar AFE.