Tugmilljóna lögfræðikostnaður

Glitnismenn fyrir dóm | 21. desember 2015

Tugmilljóna lögfræðikostnaður

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, þurfa að greiða 42,6 milljónir í málsvarnarlaun verjenda sinna og útlagðan kostnað þeirra í tengslum við Stím-málið svokallaða.

Tugmilljóna lögfræðikostnaður

Glitnismenn fyrir dóm | 21. desember 2015

Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son
Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son mbl

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, þurfa að greiða 42,6 milljónir í málsvarnarlaun verjenda sinna og útlagðan kostnað þeirra í tengslum við Stím-málið svokallaða.

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, þurfa að greiða 42,6 milljónir í málsvarnarlaun verjenda sinna og útlagðan kostnað þeirra í tengslum við Stím-málið svokallaða.

Lárus og Jóhannes voru í dag fundnir sekir í héraðsdómi um umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík var fundinn sekur um hlutdeild að umboðssvikum. Fékk Lárus 5 ára fangelsi, Jóhannes 2 ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík 18 mánuði. Hefur Þorvaldur þegar lýst því yfir að hann ætli sér að áfrýja málinu.

Lárusi var gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á 14,9 milljónir og útlagðan kostnað að fjárhæð 1,7 milljónir. Jóhannesi var gert að greiða 15,5 milljónir í málsvarnarlaun og Þorvaldur Lúðvík þarf að greiða 10,5 milljónir. Samtals er upphæðin rúmlega 42,6 milljónir.

mbl.is