„2015 er brátt á enda. Þegar þú lítur til baka ertu almennt sátt/ur við lífsstílinn þinn á árinu? Settirðu andlega og líkamlega heilsu þína í forgang með heilbrigðum lífsstíl, reglulegri hreyfingu, hollri fæðu og nægri slökun o.s.frv.?
„2015 er brátt á enda. Þegar þú lítur til baka ertu almennt sátt/ur við lífsstílinn þinn á árinu? Settirðu andlega og líkamlega heilsu þína í forgang með heilbrigðum lífsstíl, reglulegri hreyfingu, hollri fæðu og nægri slökun o.s.frv.?
„2015 er brátt á enda. Þegar þú lítur til baka ertu almennt sátt/ur við lífsstílinn þinn á árinu? Settirðu andlega og líkamlega heilsu þína í forgang með heilbrigðum lífsstíl, reglulegri hreyfingu, hollri fæðu og nægri slökun o.s.frv.?
Þó að margir ætli sér að setja heilsuna í fyrsta sæti gengur það ekki alltaf eftir. En hvort sem þú ert nú þegar á beinu brautinni eða langar að gera breytingar til hins betra þá er ekki úr vegi að setja sér ný markmið fyrir nýtt ár. Það er aldrei of seint að byrja að rækta heilsuna og þú finnur fljótt muninn þegar þú tekur málin föstum tökum.
Það þarf alls ekki að vera stórmál að gera litlar jákvæðar breytingar á lífsstílnum til að uppskera betri heilsu, meiri orku og bætta líðan,“ segir Ágústa Johnson í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu:
Hér eru 5 megin þættir sem varða heilsuna, góð ráð sem aldrei eru of oft kveðin. Heilsurækt er lífstíðarverkefni sem krefst stöðugrar vitundar og aðhalds. Leggðu rækt við þessi atriði svo að 2016 megi verða eitt besta ári ævi þinnar og e.t.v. upphafið að betri heilsu og bættum lífsgæðum um komandi ár.
1. Minni streita - aukin lífsgæði
Hefurðu tilhneigingu til að taka of mikið að þér í einu? Ertu í stöðugu kappi við tímann? Finnst þér þú sjaldan eða aldrei hafa tíma fyrir þig? Slíkt ástand er afar slítandi og streituvaldandi og mun hafa neikvæð áhrif á heilsu þína til lengdar. Taktu ákvörðun um að breyta ástandinu. Lærðu að segja stundum nei. Forgangsraðaðu og deildu verkefnum til annarra. Taktu frá þínar daglegu stundir til að verja í það sem veitir þér ánægju, vellíðan, hvíld, orku eða það sem þú þarft hverju sinni.
2. Hreyfing
Hreyfing er líkamanum nauðsynleg. Svo einfalt er það. Ef þú ert ekki nú þegar með daglega hreyfingu í þínu lífi þarftu að breyta því. Í fyrsta lagi ættirðu að sporna við langri kyrrsetu með því að standa upp ekki sjaldnar en á 30 mín fresti. Þó ekki væri nema í 1-2 mínútur til að teygja úr þér og sækja þér vatn að drekka. Einnig er mikilvægt að stunda æfingar, bæði þol og styrktaræfingar. Styrkja vöðvana og mikilvægasta vöðvann, hjartað, með kraftmiklum þolæfingum. Liðleika- og jafnvægisæfingar eru einnig afar mikilvægar. Í stuttu máli; stefndu að því að stunda fjölbreyttar líkamsæfingar ekki sjaldnar en 3x í viku í 30-60 mín og vendu þig á að standa oft og iðulega upp úr stólnum alla daga.
3. Næring og orka
Það er ekki svo einfalt að næra líkamann vel með fjölbreyttri gæðafæðu. Allt of margir grípa mat á hlaupum og oftar en ekki er það lélegt, næringarsnautt fæði sem fljótlegast er að grípa til. En það er hverrar mínútu virði að skipuleggja mataræðið vel og taka jafnvel krók á leið sína til að vanda til fæðunnar.
Okkur þykir flestum, ef ekki öllum gott að borða og það þarf að vanda sig til að líkaminn fái hæfilega mikla og góða næringu til að þrífast sem allra best og hafa næga orku.
Í stuttu máli er mikilvægast að hafa í huga að borða fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum. Sneiða að mestu hjá sætindum og sykurríkri fæðu. Mikilvægt er að fá nægar trefjar daglega og unnin matvæli og herta fitu ætti að sneiða sem mest hjá. Grænmeti á hvern disk daglega er góð regla.
Þegar farið er í að breyta mataræðinu er skynsamlegt að kollvarpa ekki öllu í einu. Frekar að taka eitt skref í einu og hugsa til lengri tíma. Flestir gefast upp fljótt þegar málin eru tekin með of miklum látum.
Byrjaðu á að gera áætlun t.d. 1-2 litlar breytingar á mánuði fyrir allt árið. Eftir árið hefurðu e.t.v fest í sessi helming breytinganna eða meira og yrði það frábær árangur.
4. Hvíld og slökun
Þú hefur án nokkurs vafa upplifað þá vanlíðan að vera vansvefta. Svefn, hvíld og slökun eru hverjum manni nauðsyn. Í raun má segja að eitt besta fegrunarráð sem til er er reglulegur 8 tíma svefn. Um leið og við töpum hvíld nokkra daga í röð fer allt á verri veg. Reyndu af fremsta megni að koma rútínu á svefnvenjur þínar. Fara að sofa á svipuðum tíma, helst fyrir miðnætti og ná að sofa í 7-8klst. á hverri nóttu. Það verður bara allt auðveldara og betra þegar það gengur eftir.
5. Sálin, skapið og gleðin
Hvað gefur lífi þínu gildi? Góð heilsa, gæðastundir með ástvinum, að vera í góðu jafnvægi, vel hvíldur, nærast á góðum mat, gefa sér tíma til að sinna áhugamálum, hafa næga orku til að takast á við krefjandi verkefni, ná árangri í lífinu og njóta þess að safna skemmtilegum minningum. Flest viljum við lifa hamingjuríku lífi og njóta lífsins eins og kostur er. Hvað svo sem dynur á okkur í lífinu þá gerir það okkur öllum gott að átta okkur á því hvað kemur okkur í gott skap og veitir ánægju, hamingju og lífsfyllingu og leita leiða til að gera meira af slíku. Að horfa á jákvæðu hliðarnar frekar en þær neikvæðu breytir miklu fyrir andlega líðan. Bjartsýni og jákvætt viðhorf gerir virkilega gæfumuninn.
Heilbrigð sál í hraustum líkama - stendur alltaf fyrir sínu.
Megi nýtt ár færa þér góða heilsu, hreysti, gleði og gæfu.
www.hreyfing.is agusta@hreyfing.is