Takmarkið að leggja Williams

Formúla-1/Force India | 5. janúar 2016

Takmarkið að leggja Williams

Nico Hülkenberg segir að markmið Force India fyrir komandi keppnistímabil verði að reyna að leggja Williamsliðið að velli, en það varð í þriðja sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil liðanna í fyrra.

Takmarkið að leggja Williams

Formúla-1/Force India | 5. janúar 2016

Nico Hülkenberg.
Nico Hülkenberg. mbl.is/afp

Nico Hülkenberg segir að markmið Force India fyrir komandi keppnistímabil verði að reyna að leggja Williamsliðið að velli, en það varð í þriðja sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil liðanna í fyrra.

Nico Hülkenberg segir að markmið Force India fyrir komandi keppnistímabil verði að reyna að leggja Williamsliðið að velli, en það varð í þriðja sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil liðanna í fyrra.

Force India lauk árinu 2015 í fimmta sæti sem er besti árangurinn í sögu þess. Munaði þar miklu velheppnaðar uppfærslur á keppnisbílnum á miðju keppnistímabilinu.  Bæði Williams og Force India brúka vélar í bíla sína frá Mercedes.

Hülkenberg telur að framfarir Force India á nýliðnu tímabili geri framangreint markmið raunhæft, en Williams varð þriðja bæði í fyrra og hitteðfyrra. „Það er stórt bil í Ferrari og  Mercedes, en við þurfum að stefna að því að leggja Williams, brúa bilið skref fyrir skref og komast framar,“ segir Hülkenberg í viðtali við tímaritið F1. .

mbl.is