Ekki verður leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli Kaffitárs og Isavia samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á föstudag. Isavia fór fram á álitið og hefur lögmaður fyrirtækisins ekki ákveðið hvort úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Kærufresturinn er tvær vikur.
Ekki verður leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli Kaffitárs og Isavia samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á föstudag. Isavia fór fram á álitið og hefur lögmaður fyrirtækisins ekki ákveðið hvort úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Kærufresturinn er tvær vikur.
Ekki verður leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli Kaffitárs og Isavia samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á föstudag. Isavia fór fram á álitið og hefur lögmaður fyrirtækisins ekki ákveðið hvort úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Kærufresturinn er tvær vikur.
Isavia vildi fá álit EFTA um samkeppnislöggjöf svæðisins þar sem fyrirtækið hefur talið það varða samkeppnishagsmuni fyrirtækjanna er tóku þátt í forvalinu um verslunarrými í flugstöð Leifs Eiríkssonar að birta Kaffitári tilteknar upplýsingar úr því.
Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögnin. Rökin nefndarinnar voru að fyrirtækin sem tóku þátt hafi engan rökstuðning fengið fyrir einkunnagjöfinni sem réði því hvort þau fengju verslunarpláss. Til þess að geta áttað sig á röksemdunum hafi fyrirtækinu verið nauðsynlegt að sjá samanburðinn.
Kaffitár leitaði í kjölfarið til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og krafðist þess að gögnin yrðu sótt með aðför.
Isavia svaraði því með að höfða ógildingarmál vegna niðurstöðu nefndarinnar.
Ósk Isavia um flýtimeðferð málsins hefur áður verið hafnað í héraði og Hæstarétti.