Páll: „Blöskrar það svo heiftarlega“

Al Thani-málið | 11. janúar 2016

Páll: „Blöskrar það svo heiftarlega“

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskar eftir því að Fangelsismálastofnun veiti sér upplýsingar, gögn og skýringar vegna kvörtunar Magnúsar Guðmundssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Einarssonar sem allir hlutu dóm í Al Thani-málinu og afplána í fangelsinu að Kvíabryggju.

Páll: „Blöskrar það svo heiftarlega“

Al Thani-málið | 11. janúar 2016

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskar eftir því að Fangelsismálastofnun veiti sér upplýsingar, gögn og skýringar vegna kvörtunar Magnúsar Guðmundssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Einarssonar sem allir hlutu dóm í Al Thani-málinu og afplána í fangelsinu að Kvíabryggju.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskar eftir því að Fangelsismálastofnun veiti sér upplýsingar, gögn og skýringar vegna kvörtunar Magnúsar Guðmundssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Einarssonar sem allir hlutu dóm í Al Thani-málinu og afplána í fangelsinu að Kvíabryggju.

Frétt mbl.is: Óskuðu eftir nafnleynd

mbl.is tók saman nokkur dæmi um ummæli Páls Egils Winkel fangelsismálastjóra sem Tryggvi vill skýringar á.

„Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að fá að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Þetta var haft eftir Páli í frétt Morgunblaðsins sem einnig var birt á mbl.is 10. október sl.

„Ég get ekki eytt miklum tíma í svona athugasemdir aðstandenda eða almannatengslafyrirtækja,“ sagði Páll í samtali við Kjarnann í frétt sem birt var 21. nóvember. sl.

„Ég ætla ekki að tala um það beinlínis en það er lítill hluti fanga sem hefur aðgengi að mörgum milljónum og lítill hluti fanga sem notar almannatengslafyrirtæki til að hafa samskipti við mig eða fangelsisyfirvöld. Almannatengslafyrirtæki hefur samband við mig til að biðja mig að segja A, B og C eða ekki A, B og C og mér bara blöskrar það svo heiftarlega að ég hreinlega varð bara orðlaus,“ sagði Páll í morgunútvarpi Rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu 11. nóvember sl.

„Ég man það ekki, það hlýtur að vera spa og eitthvert nudd..“ svaraði Páll aðspurður um hvað efnaðir fangar reyni með einhverjum hætti að fá inn í fangelsin.

mbl.is