Þegar verið er að meta kaup og sölu Landsbankans á eigin hlutabréfum er ekki nóg að horfa bara til paraðra viðskipta í Kauphöllinni, heldur þarf einnig að hafa í huga utanþingsviðskipti. Þetta kom fram í máli verjanda Ívars Guðjónssonar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fyrir Hæstarétti í dag. Notaði hann viðskipti með appelsínur til einföldunar þegar hann skýrði mikilvægi utanþingsviðskipta í málinu, en saksóknari hefur að miklu leyti horft fram hjá þeim í málflutningi sínum í málinu og öðrum svipuðum markaðsmisnotkunarmálum.
Þegar verið er að meta kaup og sölu Landsbankans á eigin hlutabréfum er ekki nóg að horfa bara til paraðra viðskipta í Kauphöllinni, heldur þarf einnig að hafa í huga utanþingsviðskipti. Þetta kom fram í máli verjanda Ívars Guðjónssonar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fyrir Hæstarétti í dag. Notaði hann viðskipti með appelsínur til einföldunar þegar hann skýrði mikilvægi utanþingsviðskipta í málinu, en saksóknari hefur að miklu leyti horft fram hjá þeim í málflutningi sínum í málinu og öðrum svipuðum markaðsmisnotkunarmálum.
Þegar verið er að meta kaup og sölu Landsbankans á eigin hlutabréfum er ekki nóg að horfa bara til paraðra viðskipta í Kauphöllinni, heldur þarf einnig að hafa í huga utanþingsviðskipti. Þetta kom fram í máli verjanda Ívars Guðjónssonar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fyrir Hæstarétti í dag. Notaði hann viðskipti með appelsínur til einföldunar þegar hann skýrði mikilvægi utanþingsviðskipta í málinu, en saksóknari hefur að miklu leyti horft fram hjá þeim í málflutningi sínum í málinu og öðrum svipuðum markaðsmisnotkunarmálum.
Í málinu eru ákærðir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, og tveir fyrrverandi starfsmenn sömu deildar, Sindri Sveinsson og Júlíus S. Heiðarsson. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með því að tryggja „óeðlilegt verð“ á hlutabréfum í bankanum á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008. Hafi það verið gert með kaupum á bréfum í bankanum sem „voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna,“ eins og segir í ákæru.
Í greiningu saksóknara er meðal annars horft til verðlagningar bankans í pöruðum viðskiptum og hvernig tilboð voru sett inn í Kauphöllina. Jóhannes Jóhannesson, verjandi Ívars, sagði furðulegt að aðeins væri horft til þessara viðskipta, en ekki utanþingsviðskiptanna þegar málið var greint af saksóknara. Sagði hann þetta svipað því að stunda sölu á appelsínum og taka bara mið af lausasölu appelsína í stykkja og kassatali, en ekki af sölu á appelsínum í brettavís. Vísar hann þar til þess að í utanþingsviðskiptum eru bréf oft seld í stærri skömmtum en í pöruðum viðskiptum í Kauphöllinni.
Í þessu máli, líkt og öðrum álíka málum, hefur talsvert verið deilt um viðskiptavakt bankans með eigin bréfum, en slíkt var ekki formlegt, heldur taldi bankinn það jákvætt fyrir viðskiptavini að haldið væri uppi meiri viðskiptum en formlegir viðskiptavakar hans veittu þá þegar. Sagði Jóhannes að velta á markaði þyrfti að vera talsverð og að ekki væri gott fyrir hagsmuni almennra fjárfesta ef markaðurinn þornaði upp.