„Fyrir hvað er ég ákærður?“

„Fyrir hvað er ég ákærður?“

Skortur á sönnunarfærslu, engin sýnileg gögn sem benda til markaðsmisnotkunar, leiðandi skýrslutökur og tilvitnanir í rússneskt réttarfar eru meðal þess sem kom fram í máli verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í dag í Hæstarétti. Í málinu eru fjórir fyrrum starfsmenn bankans ákærðir fyrir að hafa haldið verði á hlutabréfum bankans uppi með ólögmætum hætti. Ímon-málið svokallaða hafði áður verið hluti af þessu máli, en var skorið frá og réttað sérstaklega í því. Þar voru þrír starfsmenn fundnir sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Meðan markaðsmisnotkunarmálið er svokallað kauphliðarmál, þá var Ímon-málið söluhliðarmál.

„Fyrir hvað er ég ákærður?“

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 15. janúar 2016

Sigurjón Árnason og Ívar Guðjónsson ásamt verjanda Sigurjóns. Myndin er …
Sigurjón Árnason og Ívar Guðjónsson ásamt verjanda Sigurjóns. Myndin er frá aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Skortur á sönnunarfærslu, engin sýnileg gögn sem benda til markaðsmisnotkunar, leiðandi skýrslutökur og tilvitnanir í rússneskt réttarfar eru meðal þess sem kom fram í máli verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í dag í Hæstarétti. Í málinu eru fjórir fyrrum starfsmenn bankans ákærðir fyrir að hafa haldið verði á hlutabréfum bankans uppi með ólögmætum hætti. Ímon-málið svokallaða hafði áður verið hluti af þessu máli, en var skorið frá og réttað sérstaklega í því. Þar voru þrír starfsmenn fundnir sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Meðan markaðsmisnotkunarmálið er svokallað kauphliðarmál, þá var Ímon-málið söluhliðarmál.

Skortur á sönnunarfærslu, engin sýnileg gögn sem benda til markaðsmisnotkunar, leiðandi skýrslutökur og tilvitnanir í rússneskt réttarfar eru meðal þess sem kom fram í máli verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í dag í Hæstarétti. Í málinu eru fjórir fyrrum starfsmenn bankans ákærðir fyrir að hafa haldið verði á hlutabréfum bankans uppi með ólögmætum hætti. Ímon-málið svokallaða hafði áður verið hluti af þessu máli, en var skorið frá og réttað sérstaklega í því. Þar voru þrír starfsmenn fundnir sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Meðan markaðsmisnotkunarmálið er svokallað kauphliðarmál, þá var Ímon-málið söluhliðarmál.

Í þessu máli eru ákærðir Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, Ívar Guðjóns­son, fyrr­ver­andi for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bank­ans, og tveir fyrr­ver­andi starfs­menn sömu deild­ar, Sindri Sveins­son og Júlí­us S. Heiðars­son. Menn­irn­ir eru ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un með því að tryggja „óeðli­legt verð“ á hluta­bréf­um í bank­an­um á tíma­bil­inu frá 1. nóv­em­ber 2007 til og með 3. októ­ber 2008. Hafi það verið gert með kaup­um á bréf­um í bank­an­um sem „voru lík­leg til að gefa eft­ir­spurn og verð hluta­bréf­anna rang­lega og mis­vís­andi til kynna,“ eins og seg­ir í ákæru.

Engin sýnileg gögn um sekt

Verjandi Sigurjóns sagði við upphaf málflutningsræðu sinnar að fyrst bæri að horfa til þess að í málinu væru engin sýnileg gögn sem styddu máltilbúnað ákæruvaldsins um að umrædd brot hefðu verið framin að yfirlagi Sigurjóns. Benti hann á að engir tölvupóstar hefðu fundist frá Sigurjóni til hinna ákærðu í málinu sem tengdust kaupum á bréfunum. Þá væru heldur engin endurrit úr símtölum milli Sigurjóns og hinna sem tengdu hann við málið.

Sagði verjandinn þetta vera allt aðra stöðu en í mörgum öðrum sambærilegum málum þar sem þó væru til einhver raunveruleg gögn. Í þessu máli væri byggt á að vegna þess að Sigurjón hafi haft aðgang að gögnum sem gætu varðað málið að þá hafi hann verið þátttakandi í þeim.

Segir ekki hægt að endurskoða sýknuhluta dóms héraðsdóms

Þá benti hann á, eins og aðrir verjendur gerðu einnig, að í dómi héraðsdóms hefðu ákærðu verið sýknaðir af mögulegum brotum frá 1. nóvember 2007 til 26. september 2008. Þar hafi héraðsdómur ekki talið sannað að óeðlileg háttsemi hafi átt sér stað eða að viðskipti hafi verið út fyrir það sem eðlilegt mátti þykja hjá deild eigin viðskipta með kaup í hlutabréfum í Landsbankanum.

Sagði verjandinn að Hæstiréttur gæti ekki endurskoðað þessa sýknu, þar sem þá þyrfti að halda aðrar vitnaleiðslur, en sýknan hafi að mestu leyti byggt á munnlegum framburði. Það hafi ekki verið gert og því sé aðeins tímabilið frá 26. september til 3. október 2008 til skoðunar.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans er ákærður í málinu …
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans er ákærður í málinu fyrir að hafa látið undirmenn sýna stunda markaðsmisnotkun. mbl.is/Þórður

Saksóknari búinn að kasta inn hvíta handklæðinu

Sakfellingin fyrir þetta tímabil var þó röng að hans sögn og sagði verjandinn að saksóknari hefði í sinni málflutningsræðu fyrr um daginn dregið verulega í land. „Ákæruvaldið er búið að kasta inn hvíta handklæðinu og gefast upp,“ sagði hann og bætti við að í fjölda liða sem saksóknari hafi stuðst við í málinu hafi hún nú sagt að Sigurjón hafi „ekki lagt á ráðin, heldur gert kleift.“ Sagði verjandinn að þarna væri grundvallarmunur á sem þurfi að taka mikið mið af, enda sé í markaðsmisnotkunarmálum nauðsynlegt að sýna fram á ásetning með broti. Það að hafa gert einhverjum kleift að brjóta af sér sé ekki það sama og sekt í málinu.

Verjandi Ívars í málinu sagði ásakanir ákæruvaldsins vera of almenns eðlis og að engar upplýsingar  væri að finna í ákærunni og gögnum málsins sem uppfylltu kröfuna um að sýna fram á sekt með ákveðnum gjörningi eða hegðun. Ítrekaði hann einnig að Ívar hefði ekki haft heimild til að framkvæma þau viðskipti sem ákært er fyrir, en ákæruvaldið segir hann hafa gefið skipanir til undirmanna sinna um viðskiptin sem ákært er fyrir.

„Fyrir hvað er ég ákærður?

Verjandi Júlíusar fór víða í málsvörn sinni en hann gagnrýndi meðal annars hvernig skýrslutaka hefði verið í málinu og las upp nokkrar tilvitnanir þar sem lögreglumenn sögðu við Júlíus að hann hefði framið brot og báðu hann um að skýra það.

Þá tiltók verjandinn, eins og verjandi Sigurjóns, að erfitt væri að átta sig á í hverju ákæran fælist nákvæmlega og hvaða atriðum væri beint að hvaða aðilum. Sagði hann að eftir að hann og Júlíus hafi setið lengi og lesið yfir þúsund blaðsíður af gögnum í málinu hafi Júlíus spurt hann einlægrar spurningar: „Fyrir hvað er ég ákærður?“ Sagði hann að ákærðu í málinu nái illa yfirsýn í málinu, enda um gríðarlegt magn upplýsinga að ræða.

„Rússar gætu verið stoltir af þessari framsetningu“

Rifjaði hann upp samtal sitt við Bill Browder nýlega, en Browder skrifaði bókina Eftirlýstur sem fjallar um fjármála- og dómsumhverfið í Rússlandi. Hafði Browder lýst því þannig að í Rússlandi hefði fyrst verið ákveðið hverir væru sekir, svo væri fundið fyrir hvað þeir væru sekir og seinast týnd til sönnunargögn. Sagði hann upplifun sína í þessu máli vera svipaða og að „Rússar gætu verið stoltir af þessari framsetningu“ sem ákæruvaldið setji fram.

Refsar mönnum ekki fyrir samstarfsmenn þeirra

Verjandi Sindra, sem var sýknaður í héraðsdómi, krafðist þess að rétturinn myndi aðeins refsa hverjum og einum fyrir hans þátt í málinu og benti á dóm í yfir 24 einstaklingum frá 1950 sem höfðu tekið þátt í Nató-mótmælunum. Sagði hann að þar hefði hlutdeild hvers og eins verið reifuð í dómi og gert refsing eftir því. Það ætti einnig að vera hægt í þessu máli. „Það er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að vera samstarfsmenn annarra,“ sagði hann.

mbl.is