Vill þyngja refsingu Landsbankamanna

Vill þyngja refsingu Landsbankamanna

Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fór í Hæstarétti fram á þyngri refsingar yfir ákærðu í málinu, en áður hafði héraðsdómur dæmt þrjá starfsmenn bankans í níu til tólf mánaða fangelsi og sýknað einn ákærðu. Sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, í málflutningi sínum að mynstrið í viðskiptum eigin viðskipta bankans hafi verið svo ótrúlegt að það gæti ekki verið annað en refsiverð háttsemi.

Vill þyngja refsingu Landsbankamanna

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 15. janúar 2016

Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í …
Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í héraði í málinu. Saksóknari vill þyngja refsingu yfir honum og öðrum í málinu. mbl.is/Þórður

Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fór í Hæstarétti fram á þyngri refsingar yfir ákærðu í málinu, en áður hafði héraðsdómur dæmt þrjá starfsmenn bankans í níu til tólf mánaða fangelsi og sýknað einn ákærðu. Sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, í málflutningi sínum að mynstrið í viðskiptum eigin viðskipta bankans hafi verið svo ótrúlegt að það gæti ekki verið annað en refsiverð háttsemi.

Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans fór í Hæstarétti fram á þyngri refsingar yfir ákærðu í málinu, en áður hafði héraðsdómur dæmt þrjá starfsmenn bankans í níu til tólf mánaða fangelsi og sýknað einn ákærðu. Sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, í málflutningi sínum að mynstrið í viðskiptum eigin viðskipta bankans hafi verið svo ótrúlegt að það gæti ekki verið annað en refsiverð háttsemi.

Þrír dæmdir og einn sýknaður í héraði

Í mál­inu eru ákærðir Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, Ívar Guðjóns­son, fyrr­ver­andi for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bank­ans, og tveir fyrr­ver­andi starfs­menn sömu deild­ar, Sindri Sveins­son og Júlí­us S. Heiðars­son. Menn­irn­ir eru ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un með því að tryggja „óeðli­legt verð“ á hluta­bréf­um í bank­an­um á tíma­bil­inu frá 1. nóv­em­ber 2007 til og með 3. októ­ber 2008. Hafi það verið gert með kaup­um á bréf­um í bank­an­um sem „voru lík­leg til að gefa eft­ir­spurn og verð hluta­bréf­anna rang­lega og mis­vís­andi til kynna,“ eins og seg­ir í ákæru.

Sigurjón var í héraðsdómi dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Sindri var sýknaður en Ívar og Júlíus voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna.

Mikil kaup eigin viðskipta

Í morgun hófst flutningur ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti og fór Arnþrúður yfir málið og ástæður þess að ákæruvaldið teldi háttsemi hinna ákærðu brotlega. Fór hún yfir mikil kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum.

Slík kaup hefðu þó leitt til þess að mikið magn safnaðist upp þegar erfitt væri að selja þau til baka nema með að láta hlutabréfaverð lækka. Því hafi verið farnar ýmsar leiðir, svo sem sala í utanþingsviðskiptum, en Ímon-málið svokallaða var dæmi um söluhlið málsins þar sem bankinn losaði sig við bréf. Í því máli var Sigurjón ásamt öðrum dæmdur fyrir markaðsmisnotkun, en Sigurjón fékk 3,5 ára fangelsisdóm í því.

Frá aðalmeðferð í héraðsdómi fyrir rúmlega ári síðan. Sigurður Guðjónsson, …
Frá aðalmeðferð í héraðsdómi fyrir rúmlega ári síðan. Sigurður Guðjónsson, verjandi Sigurjóns og Sigurjón skoða gögn í málinu og til hægri á myndinni er Ívar Guðjónsson, sem einnig er ákærður í málinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Vítahringur refsiverðrar háttsemi“

Með þessu „skapaðist vítahringur refsiverðrar háttsemi,“ að sögn Arnþrúðar og sagði hún annað hafa ráðið för en viðskiptalegar forsendur og sjónarmið. Þá benti hún á að þessi kaup deildarinnar hefðu verið skýrð sem óformleg viðskiptavakt, en þrátt fyrir að ákærðu hefðu tjáð að aðilum á markaði ætti þetta að vera ljóst, þá hefðu starfsmenn innan bankans vitnað um að hafa ekki vitað hvernig þessum viðskiptum væri háttað.

Sagði Arnþrúður þá að engin leið hefði verði fyrir almenna fjárfesta að vita um hvernig bankinn hagaði þessum viðskiptum og hefði væntanlega orðið til þess að margir hefðu losað sig við eign sína í bankanum hefðu þeir vitað hvernig í pottinn væri búið.

Farið fram á óskilorðsbundna refsingu

Arnþrúður sagði í máli sínu að „tiltrú manna á hlutabréfamarkaðinum hefði beðið mikinn hnekki vegna þessa,“ en viðskiptin sem ákært er fyrir stóðu yfir í eitt ár. Sagði hún að á þeim tíma hefðu starfsmenn bankans á skipulagðan hátt haldið uppi verði bréfa í bankanum.

Eins og fyrr segir óskaði Arnþrúður eftir þyngri refsingu allra ákærðu, en óskaði jafnframt eftir því að horft væri til stöðu þeirra Sindra og Júlíusar við ákvörðun refsingar, en þeir hafi verið starfsmenn á plani sem almennir starfsmenn eigin viðskipta og þar af leiðandi ekki gefið fyrirmæli. Þó tók hún fram að horfa ætti til þess að viðskipti Júlíusar hefðu verið mun meiri en Sindra og horfa ætti til þess. Fór hún jafnframt fram á að refsing skyldi öll verða óskilorðsbundin.

mbl.is