Fer enn yfir mögulegar endurupptökur

Al Thani-málið | 19. janúar 2016

Fer enn yfir mögulegar endurupptökur

Meðferð endurupptökunefndar á beiðnum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og al-Thani-málinu um endurupptöku stendur enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur, samkvæmt heimildum mbl.is. Málin eru afar umfangsmikil og þarf nefndin af fara yfir hátt í sex þúsund blaðsíður texta í fyrrnefndu málunum.

Fer enn yfir mögulegar endurupptökur

Al Thani-málið | 19. janúar 2016

Frá blaðamannafundi þegar starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál kynnti niðurstöður …
Frá blaðamannafundi þegar starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál kynnti niðurstöður skýrslu sinnar í lok mars 2013. mbl.is/Rósa Braga

Meðferð endurupptökunefndar á beiðnum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og al-Thani-málinu um endurupptöku stendur enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur, samkvæmt heimildum mbl.is. Málin eru afar umfangsmikil og þarf nefndin af fara yfir hátt í sex þúsund blaðsíður texta í fyrrnefndu málunum.

Meðferð endurupptökunefndar á beiðnum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og al-Thani-málinu um endurupptöku stendur enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur, samkvæmt heimildum mbl.is. Málin eru afar umfangsmikil og þarf nefndin af fara yfir hátt í sex þúsund blaðsíður texta í fyrrnefndu málunum.

Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, komst að þeirri niðurstöðu að rök séu fyrir endurupptöku á máli Sævars Ciesielskis, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahns Skaftasonar. Hann taldi hins vegar að ekki væru næg rök fyrir endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Kristján Viðar Viðarsson fór ekki fram á endurupptöku.

Hreiðar Már Sigurðsson, fv. bankastjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður bankans, og Ólafur Ólafsson, einn eigenda bankans, sem sakfelldir voru í al-Thani-málinu sendu endurupptökunefnd einnig beiðni um að mál þeirra væru tekin upp að nýju.

mbl.is