Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjónsson fyrrum forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlíus S. Heiðarsson, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga fékk 1 árs fangelsi. Sindri Sveinsson, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga bankans fékk níu mánaða dóm.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjónsson fyrrum forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlíus S. Heiðarsson, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga fékk 1 árs fangelsi. Sindri Sveinsson, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga bankans fékk níu mánaða dóm.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjónsson fyrrum forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlíus S. Heiðarsson, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga fékk 1 árs fangelsi. Sindri Sveinsson, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga bankans fékk níu mánaða dóm.
Var dómurinn þyngdur um hálft ár yfir Sigurjóni en hann hafði verið dæmdur í héraðsdómi í 12 mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna.
Sigurjón hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm í Ímon-málinu og er dómurinn núna hegningarauki við fyrri dóm. Hefur Sigurjón því fengið samtals fimm ára dóm vegna hrunmálanna svokölluðu.
Ívar og Júlíus voru dæmdur í níu mánaða fangelsi í héraðsdómi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, en Sindri var sýknaður. Dómur Hæstaréttar var því þynging á dómi héraðsdóms yfir öllum ákærðu og fékk Sindri dóm þótt hann hafi verið sýknaður áður.
Ákært var fyrir tímabilið 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 þegar bankinn var tekinn yfir. Voru allir sýknaðir fyrir tímabilið 1. nóvember 2007 til 26. september 2008, en þremenningarnir fundnir sekir um síðustu vikuna.
Í dómi héraðsdóms segir að ákærðu hafi allir búið yfir sérþekkingu og áralangri starfsreynslu á sínu sviði. „Starfa sinna vegna báru þeir ríkar skyldur gagnvart aðilum markaðarins, einstaklingum sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eftirspurn hlutabréfa í Landsbankanum lyti eðlilegum markaðslögmálum. Brot ákærðu var stórfellt og varði dögum saman,“ segir í dóminum