Landsbankamenn sakfelldir

Landsbankamenn sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlí­us S. Heiðars­son, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga fékk 1 árs fangelsi. Sindri Sveins­son, fyrrum starfsmaður eig­in fjár­fest­inga bankans fékk níu mánaða dóm.

Landsbankamenn sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 4. febrúar 2016

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður …
Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bankans hlutu dóma í Hæstarétti í dag.

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlí­us S. Heiðars­son, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga fékk 1 árs fangelsi. Sindri Sveins­son, fyrrum starfsmaður eig­in fjár­fest­inga bankans fékk níu mánaða dóm.

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bankans var dæmdur í 2 ára fangelsi og Júlí­us S. Heiðars­son, fyrrum starfsmaður eigin fjárfestinga fékk 1 árs fangelsi. Sindri Sveins­son, fyrrum starfsmaður eig­in fjár­fest­inga bankans fékk níu mánaða dóm.

Sigurjón fengið 5 ár samtals

Var dómurinn þyngdur um hálft ár yfir Sigurjóni en hann hafði verið dæmdur í héraðsdómi í 12 mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna.

Sigurjón hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm í Ímon-málinu og er dómurinn núna hegningarauki við fyrri dóm. Hefur Sigurjón því fengið samtals fimm ára dóm vegna hrunmálanna svokölluðu. 

Hæstiréttur þyngdi dóma héraðsdóms

Ívar og Júlíus voru dæmdur í níu mánaða fangelsi í héraðsdómi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, en Sindri var sýknaður. Dómur Hæstaréttar var því þynging á dómi héraðsdóms yfir öllum ákærðu og fékk Sindri dóm þótt hann hafi verið sýknaður áður.

Ákært var fyrir tímabilið 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 þegar bankinn var tekinn yfir. Voru allir sýknaðir fyrir tímabilið 1. nóvember 2007 til 26. september 2008, en þremenningarnir fundnir sekir um síðustu vikuna.

Í dóm­i héraðsdóms seg­ir að ákærðu hafi all­ir búið yfir sérþekk­ingu og ára­langri starfs­reynslu á sínu sviði. „Starfa sinna vegna báru þeir rík­ar skyld­ur gagn­vart aðilum markaðar­ins, ein­stak­ling­um sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eft­ir­spurn hluta­bréfa í Lands­bank­an­um lyti eðli­leg­um markaðslög­mál­um. Brot ákærðu var stór­fellt og varði dög­um sam­an,“ seg­ir í dóm­in­um

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is