„Óli“ er Ólafsson en ekki Arinbjörn

Al Thani-málið | 10. febrúar 2016

„Óli“ er Ólafsson en ekki Arinbjörn

Það er hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem rætt er um á umdeildri hljóðupptöku sem notuð var sem sönnunargagn í Al-thani málinu sé í raun Ólafur Ólafsson, ákærði í málinu, en ekki lögmaðurinn Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Þetta segir í úrskurði Endurupptökunefndar sem upplýst var um í gær.

„Óli“ er Ólafsson en ekki Arinbjörn

Al Thani-málið | 10. febrúar 2016

Hafið er yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ er Ólafur Ólafsson …
Hafið er yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ er Ólafur Ólafsson en ekki Ólafur Arinbjörn Sigurðsson samkvæmt Endurupptökunefnd. mbl.is/Ómar

Það er hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem rætt er um á umdeildri hljóðupptöku sem notuð var sem sönnunargagn í Al-thani málinu sé í raun Ólafur Ólafsson, ákærði í málinu, en ekki lögmaðurinn Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Þetta segir í úrskurði Endurupptökunefndar sem upplýst var um í gær.

Það er hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem rætt er um á umdeildri hljóðupptöku sem notuð var sem sönnunargagn í Al-thani málinu sé í raun Ólafur Ólafsson, ákærði í málinu, en ekki lögmaðurinn Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Þetta segir í úrskurði Endurupptökunefndar sem upplýst var um í gær.

Höfðu ákærðu í málinu, þeir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, allir óskað eftir endurupptöku málsins í ljósi þess að þeir töldu sönnunargögn í málinu hafa verið rangt metin.

Í fyrsta lagi töldu ákærðu í málinu Hæstarétt hafa byggt sönnunarmat sitt á allt öðrum forsendum en héraðsdómur og samið nýja atvikalýsingu í stað þess að fylgja efnistökum héraðsdóms. Þá er gerð athugasemd við forsendu Hæstaréttar varðandi símtal milli Bjarnfreðar Ólafssonar, lögmanns og ráðgjafa Kaupþings í Lúxemborg í viðskiptunum sem dæmt var fyrir, við Eggert Hilmarsson, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Kaupþings. Þar ræða þeir um „Óla“, uppbyggingu eignarhaldsfélaga í gegnum Kýpur og flagganir í Kauphöllinni. Segir Eggert svo í símtalinu að fyrrnefndur Óli sé inn í Eglu, en það er félag sem Ólafur Ólafsson á.

Segir í úrskurði Endurupptökunefndar að miðað við samræður Bjarnfreðs og Eggerts sé ljóst að Bjarnfreður hafi ekki ráðfært sig við Óla Arinbjörn varðandi mögulega flöggunarskyldu fyrr en eftir fyrra símtalið. „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjamfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla“. Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lögð var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson,“ segir í úrskurðinum.

Ákærðu í málinu gerðu einnig athugasemd við að synir tveggja dómara í málinu hefðu starfað fyrir slitabú Kaupþings og að fjárhagslegir hagsmunir þeirra hafi því verið lagðir að jöfnu við fjárhagslega hagsmuni slitabúsins af því að ákærðu yrðu fundnir sekir í málinu. Endurupptökunefnd gaf ekki mikið fyrir þessar röksemdir heldur:

„Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kolbeinn eða Þórarinn (innsk blm: synir dómaranna) hafi notið eða muni njóta hagsmuna, fjárhagslegra eða annarra af niðurstöðu í hæstaréttarmáli nr. 145/2014 (innsk blm: Al-thani málið, málið sem óskað er endurupptöku á). Ályktanir þær sem
dregnar eru í grein er birtist í DV 27.-28. maí 2015 um ætlaðar háar fjárhæðir í kaupauka til
nokkurra núverandi og fyrrverandi starfmanna slitabús Kaupþings hf., vegna nauðasamninga
við kröfuhafa búsins, breyta engu þar um. Verður því ekki litið svo á að hæstaréttardómarinn
Árni Kolbeinsson eða hæstaréttardómarinn Þorgeir Örlygsson, hafi verið vanhæfir til að fara
með hæstaréttarmáli nr. 145/2014.“

Frétt mbl.is: Beiðni Ólafs hafnað

Frétt mbl.is: Beiðnum Hreiðars og Sigurðar hafnað

mbl.is