Magnús aflar gagna í Al Thani-máli

Al Thani-málið | 15. febrúar 2016

Magnús aflar gagna í Al Thani-máli

Endurupptökunefnd á von á frekari gögnum á næstunni frá Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, varðandi endurupptöku á Al Thani-málinu.

Magnús aflar gagna í Al Thani-máli

Al Thani-málið | 15. febrúar 2016

Magnús Guðmundsson, fyrrum forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson, fyrrum forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. mbl.is/Árni Sæberg

Endurupptökunefnd á von á frekari gögnum á næstunni frá Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, varðandi endurupptöku á Al Thani-málinu.

Endurupptökunefnd á von á frekari gögnum á næstunni frá Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, varðandi endurupptöku á Al Thani-málinu.

Þess vegna hefur nefndin ekki enn úrskurðað í máli hans. 

Stutt er síðan nefndin hafnaði beiðnum Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar um að málið verði endurupptekið í Hæstarétti Íslands.

Magnús var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir rúmu einu ári síðan.  Hreiðar Már var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Ólafur Ólafsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi og Sigurður Einarsson í fjögurra ára fangelsi.

mbl.is