„Við erum mjög glaðir að þessari sex ára martröð sé lokið,“ segir Karl Löve Jóhannesson, einn sakborninganna í Aserta-málinu svokallaða en ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá áfrýjun í málinu.
„Við erum mjög glaðir að þessari sex ára martröð sé lokið,“ segir Karl Löve Jóhannesson, einn sakborninganna í Aserta-málinu svokallaða en ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá áfrýjun í málinu.
„Við erum mjög glaðir að þessari sex ára martröð sé lokið,“ segir Karl Löve Jóhannesson, einn sakborninganna í Aserta-málinu svokallaða en ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá áfrýjun í málinu.
„Það er engum manni hollt að sitja á sakamannabekk, hvað þá í áraraðir. Það reynir mikið á að vera í þessari stöðu svona lengi,“ segir Karl, sem segir að niðurstaða málsins verði skoðuð og í framhaldinu ákveðið hvort farið verði í skaðabótamál eða ekki.
Fjórmenningarnir í málinu voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness í desember 2014. Þeim var gefið að sök að hafa brotið gegn fjármagnshöftunum með ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum.
Fyrir tveimur vikum sendu fjórmenningarnir kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess að gögn höfðu ekki borist Hæstarétti Íslands frá ríkissaksóknara. Þá hafði liðið rúmt ár síðan saksóknari áfrýjaði málinu.
„Okkur virðist sem ríkissaksóknari hafi verið að draga lappirnar, því hæstiréttur dæmdi í þessu sama máli í janúar 2012. Þá talaði hann um að drátturinn á rannsókn málsins hefði þá þegar verið úr hófi,“ segir Karl. „Hann felldi úr gildi kyrrsetningar á okkar eignum sem höfðu verið í gangi í tvö ár og sagði að ákæruvaldið ætti að flýta meðferð mála, sérstaklega í þvingunaraðgerðum. Þess vegna er skrítið að ríkissaksóknari hafi setið á þessu í rúmlega ár án þess að gera neitt,“ bætir hann við.
„Maður fagnar því að hann hafi á endanum látið segjast og fellt málið niður, því dómsniðurstaðan í desember 2014 var sáraeinföld. Þessi viðskipti fóru fram í Svíþjóð og reglur Seðlabankans og íslensk lög ná ekki til þess sem gerist í Svíþjóð.“