Jóhann Jóhannsson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir hinum 87 ára Ennio Morricone sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Hateful Eight. Morricone er elsti Óskarsverðlaunahafinn frá upphafi.
Jóhann Jóhannsson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir hinum 87 ára Ennio Morricone sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Hateful Eight. Morricone er elsti Óskarsverðlaunahafinn frá upphafi.
Jóhann Jóhannsson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir hinum 87 ára Ennio Morricone sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Hateful Eight. Morricone er elsti Óskarsverðlaunahafinn frá upphafi.
Jóhann var ekki meðal gesta á afhendingunni sjálfri. Hann var staddur í Ástralíu þar sem hann kemur fram á tónleikum í tengslum við tónlistarhátíðina Chevron Festival Gardens í Perth.
Líf og fjör var á Twitter fram undir morgun og segja má að önnur umferð Óskarstístanna standi nú yfir. Íslenskir tístarar voru iðnir við að tjá sig með myllumerkinu #óskarinn og virðist sem sigur Leonardo DiCaprio sé flestum ofarlega í huga.
Færri virðast vera að velta sér upp úr ósigri samlanda síns en erlendir áhorfendur höfðu sitt hvað um ósigur Jóhanns að segja:
Jóhann fékk stuðning frá öðrum tónskáldum.
@JohannJohannss was rooting for you. Really wanted you to take this one home!
— Josh Stewart (@joshst3wart) February 29, 2016
Var akademían of tilfinningasöm?
Giving Ennio Morricone Best Original Score is an act of sentimentality. Should have been Johann Johannsson for Sicario. #OscarFail
— Stephen Lennon (@The40Watt) February 29, 2016
Ástríðufullur aðdándi Jóhanns hafði þetta að segja áður en verðlaunin voru afhent:
If SICARIO doesn't at least win for @JohannJohannss' original score, I'm gonna punch.
— Will Prescott (@williamprescott) February 29, 2016
Er Jóhann Jóhannsson of góður til að vera sannur?
We'll never know who really scored Sicario, since Jóhann Jóhannsson is obviously a fake name
— Derek Faraci (@WH_Woolhat) February 29, 2016
Sinfóníuhljómsveit Íslands var einn af fáu íslensku tísturum sem varð hugsað til Jóhanns.
We send our good wishes to @JohannJohannss for tonight's #Oscar2016 ceremony. #SicarioMovie #sinfó
— Iceland Symphony (@IcelandSymphony) February 28, 2016