„Við lítum ekki öll eins út“

Óskarsverðlaunin | 29. febrúar 2016

„Við lítum ekki öll eins út“

Whoopi Goldberg vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hún þrammaði rauða dregilinn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, en stærðarinnar húðflúr sem hún skartar var afar sýnilegt.

„Við lítum ekki öll eins út“

Óskarsverðlaunin | 29. febrúar 2016

Whoopi Goldberg stillir sér upp á rauða dreglinum.
Whoopi Goldberg stillir sér upp á rauða dreglinum. AFP

Whoopi Goldberg vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hún þrammaði rauða dregilinn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, en stærðarinnar húðflúr sem hún skartar var afar sýnilegt.

Whoopi Goldberg vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hún þrammaði rauða dregilinn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, en stærðarinnar húðflúr sem hún skartar var afar sýnilegt.

Tískuvefsíðan Total Beauty lét flúrið ekki fram hjá sér fara, þrátt fyrir að hafa ruglað leikkonunni við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey.

„Við höfðum ekki hugmynd um að Oprah væri flúruð, og við elskum það“ stóð við mynd af Goldberg sem umrædd vefsíða deildi á Twitter-síðu sinni.

Myndin var síðar fjarlægð, en það kom þó ekki í veg fyrir að Winfrey næði að berja hana augum.

„Við elskum öll Whoopi Goldberg, en við lítum ekki öll alveg eins út“ stóð við færslu frá Gayle King, þar sem Winfrey sést heima í sófa að horfa á hátíðina.

Total Beauty hefur beðið afsökunar á mistökunum, sem þau segja óafsakanleg.

„Við viljum biðja Opruh og Whoopi afsökunar, sem og alla aðra sem við kunnum að hafa móðgað. Þetta voru okkar mistök og þau eru óafsakanleg. Okkur þykir þetta leitt.“

mbl.is