„Versta stund lífs míns“

Óskarsverðlaunin | 1. mars 2016

„Versta stund lífs míns“

Sam Smith fór heim með Óskarsverðlaun á aðfaranótt mánudags, en hann samdi og flutti lagið „The Writings on the Walls“ sem heyra mátti í kvikmyndinni Spectre.

„Versta stund lífs míns“

Óskarsverðlaunin | 1. mars 2016

Söngvarinn Sam Smith söng titillag Spectre á hátíðinni.
Söngvarinn Sam Smith söng titillag Spectre á hátíðinni. AFP

Sam Smith fór heim með Óskarsverðlaun á aðfaranótt mánudags, en hann samdi og flutti lagið „The Writings on the Walls“ sem heyra mátti í kvikmyndinni Spectre.

Sam Smith fór heim með Óskarsverðlaun á aðfaranótt mánudags, en hann samdi og flutti lagið „The Writings on the Walls“ sem heyra mátti í kvikmyndinni Spectre.

Þrátt fyrir verðlaunin var söngvarinn ekki allskostar ánægður með kvöldið, því að eigin sögn naut hann þess ekki að flytja lagið fyrir áhorfendurnar og lýsti flutningnum jafnvel sem einni af verstu stundum ævi sinnar.

„Þetta var versta stund lífs míns. Þetta var hræðilegt og ég hataði sérhverja mínútu“ sagði söngvarinn í viðtali, en óljóst er hvort hann hafi verið að gera að gamni sínu eða hvort stressið hafi náð yfirhöndinni.

Þess að auki lenti söngvarinn, sem lýsti því yfir í ræðu sinni að hann væri fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, í illdeilum við handritshöfundinn Dustin Lance sem hlaut Óskarinn fyrir besta handrit árið 2009.

Frétt mbl.is: Tileinkaði LGBT fólki Óskarinn

Lance, sem skrifaði handritið að kvikmyndinni Milk,  tók yfirlýsingu Smiths illa og sendi honum í kjölfarið nokkur vel valin orð á Twitter þar sem hann minnti á sig.

Frétt Daily Mail

mbl.is