„Við erum ekki tabú“

Deilur í röðum Pírata | 1. mars 2016

„Við erum ekki tabú“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist skilja vel að fólk geri grín að ágreiningi innan þingflokksins og hneykslist á honum. Honum blöskrar hins vegar að það að píratar hafi kallað til vinnustaðasálfræðing skuli tekið sem merki um hversu mikið sé að. „Við erum ekki tabú,“ sagði Helgi Hrafn.

„Við erum ekki tabú“

Deilur í röðum Pírata | 1. mars 2016

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist skilja vel að fólk geri grín að ágreiningi innan þingflokksins og hneykslist á honum. Honum blöskrar hins vegar að það að píratar hafi kallað til vinnustaðasálfræðing skuli tekið sem merki um hversu mikið sé að. „Við erum ekki tabú,“ sagði Helgi Hrafn.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist skilja vel að fólk geri grín að ágreiningi innan þingflokksins og hneykslist á honum. Honum blöskrar hins vegar að það að píratar hafi kallað til vinnustaðasálfræðing skuli tekið sem merki um hversu mikið sé að. „Við erum ekki tabú,“ sagði Helgi Hrafn.

Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum af deilum innan Pírata undanfarið og gerði Helgi Hrafn það að umtalsefni í ræðu á Alþingi í dag. Eftir að greint hafði verið frá því í fjölmiðlum að píratar hefðu leitað til vinnustaðasálfræðings hafi þingflokkurinn ákveðið að senda út sameiginlega yfirlýsingu um það í gær. Starf hans hafi þegar mikinn árangur borið á skömmum tíma.

Þingmennirnir hafi í fyrstu neita að svara spurningum um það vegna þess að þeir séu þeirrar skoðunar að ákveðnar þjónustur eigi fólk að geta sótt sér án þess að þurfa að svara fyrir það. Þar á meðal væri þjónusta sálfræðinga, lækna og lögfræðinga.

Þó að hann skildi að fólk grínaðist og hneykslaðist á því að ágreiningurinn færi fram fyrir opnum tjöldum sagðist Helgi Hrafn sjálfur telja gegnsæið betra en feimnina til lengri tíma litið. Honum blöskraði hins vegar að það að þingflokkurinn hafi leitað til sálfræðings hafi verið tekið sem merki um hversu hræðilegt ástandið hljóti að vera innan hans.

„Það er öfugt, það er til merkis um bata. Það er ekki tabú að sækja sér sérfræðiaðstoð af þessu tagi. Það er algerlega sjálfsagt. Jafnvel heilbrigt fólk ætti að að kíkja til sálfræðings af og til af sömu ástæðu og það er hollt að fá álit sérfræðings á líkamlegri heilsu af og til. Sálfræðiþjónusta, jafnvel fyrir fullkomlega heilbrigt, fullorðið fólk er ekki tabú. Við erum ekki tabú,“ sagði Helgi Hrafn.

Fyrri frétt mbl.is: Píratar leita til vinnustaðasálfræðings

mbl.is