Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru bæði sýknuð í Hæstarétti Íslands fyrir umboðssvik í svokölluðu kaupréttarmáli Landsbankans.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru bæði sýknuð í Hæstarétti Íslands fyrir umboðssvik í svokölluðu kaupréttarmáli Landsbankans.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru bæði sýknuð í Hæstarétti Íslands fyrir umboðssvik í svokölluðu kaupréttarmáli Landsbankans.
í málinu voru Sigurjón og Elín ákærð fyrir umboðssvik við veitingu sjálfskuldarábyrgðar á lánasamningum tveggja aflandsfélaga við Kaupþing. Héldu félögin utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og voru þau skráð á Panama. Heildarábyrgðin hljóðaði upp á 6,8 milljarða.
Elín og Sigurjón voru bæði sýknuð í héraðsdómi í málinu og ríkissjóður dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjenda upp á 23 milljónir.
Sigurjón hafði áður hlotið samtals 5 ára fangelsi í Ímon-málinu og markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Elín hafði hlotið 18 mánaða dóm í Ímon-málinu.