„Sýningin snýst um að sýna ferlið á bak við súkkulaðið frá Omnom. Við verðum með tvær innsetningar, önnur sýnir ferlið frá því að vera með kakóbaunir í höndunum þar til það er orðið að súkkulaði og hin sýnir hönnunarferlið,“ útskýrir André Úlfur Visage, hönnuður og einn af eigendum Omnom, um sýningu Omnom á HönnunarMars 2016.
„Sýningin snýst um að sýna ferlið á bak við súkkulaðið frá Omnom. Við verðum með tvær innsetningar, önnur sýnir ferlið frá því að vera með kakóbaunir í höndunum þar til það er orðið að súkkulaði og hin sýnir hönnunarferlið,“ útskýrir André Úlfur Visage, hönnuður og einn af eigendum Omnom, um sýningu Omnom á HönnunarMars 2016.
„Sýningin snýst um að sýna ferlið á bak við súkkulaðið frá Omnom. Við verðum með tvær innsetningar, önnur sýnir ferlið frá því að vera með kakóbaunir í höndunum þar til það er orðið að súkkulaði og hin sýnir hönnunarferlið,“ útskýrir André Úlfur Visage, hönnuður og einn af eigendum Omnom, um sýningu Omnom á HönnunarMars 2016.
„Við erum eini íslenski súkkulaðiframleiðandinn sem býr til súkkulaði beint úr kakóbaunum,“ segir Andre Úlfur en Omnom flytur inn baunir frá til dæmis Madagaskar, Tansaníu og Níkaragúa. Ferlið á bak við súkkulaðið er spennandi og nokkuð flókið en teymið á bak við Omnom vill leyfa fólki að skyggnast inn í það ferli, allt frá því þegar baunirnar koma til landsins, þær eru ristaðar og meðhöndlaðar á sinn einstaka hátt og þar til súkkulaðinu er hellt í mót og pakkað inn í höfuðstöðvum Omnom.
Gestir sýningarinnar fá ekki einungis að fræðast um ferlið á bakvið Omnom súkkulaðið heldur fá þeir einnig tækifæri til að pakka súkkulaðinu í umbúðir og myndskreyta þær. Gestir fara því heim með sína eigin útgáfu af Omnom súkkulaði.
Aðspurður hvað sé framundan segir André að töluverðar breytingar séu á döfinni. Á næstu mánuðum mun Omnom flytja úr mjög litlu húsnæði yfir í stærra húsnæði sem gerir þeim meðal annars kleift að búa til fleiri tegundir, en ýmislegt fleira spennandi kemur í ljós á næstu vikum að sögn André. „Við höfum átt fullt í fangi með að anna eftirspurn. Nýja húsnæðið verður á hinum nýju sælkeraslóðum Reykjavíkur eða á Grandanum, nánar tiltekið á Hólmaslóð 4 og sýning Omnom á HönnunarMars verður í hluta þess húsnæðis.“
Omnom súkkulaðið ætti ekki að fara framhjá neinum í búðarhillunum enda eru umbúðirnar utan um súkkulaðið ansi litskrúðugar og skrautlegar. Hönnun umbúðanna var í höndum André Úlfs sem lagði áherslu á að þær væru vandaðar og skemmtilegar. Umbúðirnar eru gerðar úr hörðum pappa, skreyttum teikningum eftir Andre Úlf og minna helst á umslag. Omnom súkkulaðitegundir Omnom kom fyrst á markað í lok árs 2013, en á bak við Omnom standa fjórir sælkerar og eigendur, þeir André Úlfur, Kjartan Gíslason, Karl Viggó Vigfússon og Óskar Þórðarson.