Tókst ekki að sanna ásetning

Tókst ekki að sanna ásetning

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, höfðu ekki ásetning til að afla Kaupþingi fjárvinnings með þeim hætti að Landsbankinn hlyti af tjón. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsendum Hæstaréttar, en Sigurjón og Elín voru sýknuð af ákærum um umboðssvik fyrr í dag.

Tókst ekki að sanna ásetning

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 10. mars 2016

Frá dómshaldi í Hæstarétti í dag.
Frá dómshaldi í Hæstarétti í dag. mbl.is/Eggert

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, höfðu ekki ásetning til að afla Kaupþingi fjárvinnings með þeim hætti að Landsbankinn hlyti af tjón. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsendum Hæstaréttar, en Sigurjón og Elín voru sýknuð af ákærum um umboðssvik fyrr í dag.

Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, höfðu ekki ásetning til að afla Kaupþingi fjárvinnings með þeim hætti að Landsbankinn hlyti af tjón. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsendum Hæstaréttar, en Sigurjón og Elín voru sýknuð af ákærum um umboðssvik fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Sigurjón og Elín sýknuð

Ákæruvaldið hafði lýst meintum umboðssvikum þannig að Sigurjón og Elín hefðu í störfum sínum hjá Landsbankanum, en bæði voru meðlimir í áhættunefnd bankans, misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu.

Lánveitingar til aflandsfélaga

Voru þau sögð hafa gert það í tveimur tilvikum, með því að fara út fyrir heimildir til að veita ábyrgðir er þau í sameiningu samþykktu og undirrituðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrgð á þremur samningum við Kaupþing banka.

Annars vegar í júlí 2006 vegna tveggja og hálfs milljarðs króna láns til aflandsfélags og 4,3 milljarða króna láns til annars aflandsfélags. Bæði voru tryggð með handveði í hlutabréfum bankanna og í báðum tilvikum var gjalddagi lánanna í júní árið 2007.

Hins vegar vegna sjálfskuldarábyrgðar Landsbankans á láni sem Kaupþing veitti í júní 2007 til fyrra aflandsfélagsins að fjárhæð 6.8000.000.000 krónur á gjalddaga í júní 2008.

Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð fyrir Hæstarétti.
Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð fyrir Hæstarétti.

Sigurjón og Elín brutu reglur bankans

Í dómi Hæstaréttar var rakið að félögin tvö hefðu verið svokölluð kaupréttarfélög sem Landsbankinn stofnaði til þess að efna kauprétti við starfsmenn bankans. Lengst af og fram til 2006 hafi bankinn sjálfur fjármagnað lán til kaupréttarfélaganna, en í framangreindum tilvikum hafi Kaupþing veitt félögunum lán og krafist sjálfskuldarábyrgðar Landsbankans.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, hvað varðar sjálfskuldarábyrgðir Landsbankans vegna lána til félaganna tveggja, að Sigurjón og Elín hefðu brotið reglur bankans, sem fylgja þurfti til þess að umræddar ábyrgðir yrðu veittar með réttum hætti.

Hefði háttsemi þeirra því fullnægt þeim þáttum 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lytu að heimildum og misnotkun þeirra á aðstöðu sinni, að því er fram kemur í dómi Hæstaréttar.

Ásetningurinn stóð ekki til tjóns

Við mat á ásetningi Sigurjóns og Elínar, og því hvort þau hafi skapað Landsbankanum verulega fjártjónshættu með háttsemi sinni, var litið til þess að frá upphafi kaupréttarkerfis bankans hefði hann sjálfur fjármagnað kaupréttarfélög með því að veita þeim lán til hlutafjárkaupa.

Taldi Hæstiréttur ósannað að sú ráðstöfun, að Landsbankinn legði til sjálfskuldarábyrgð í stað þess að standa sjálfur að lánveitingunni, hafi haft áhrif á áhættu hans. Taldi dómurinn því að ákæruvaldið hefði ekki sýnt fram á að ásetningur Sigurjóns og Elínar hafi staðið til þess að afla Kaupþingi fjárvinnings á þann hátt að Landsbankinn biði við það tjón.

Þá taldi Hæstiréttur í dómi sínum að ekki hafi verið færðar sönnur á að Sigurjón og Elín hafi, miðað við þá skipan sem var á fjármögnun kaupréttarfélaga fyrir júlí 2006, vitað eða hlotið að vita að sömu eða meiri líkur væru á því að Landsbankinn yrði fyrir fjártjóni vegna þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir.

Verjendur ákærðu í Hæstarétti í dag.
Verjendur ákærðu í Hæstarétti í dag. mbl.is/Eggert

Misnotuðu aðstöðu sína

Hvað snerti sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á láni til fyrra aflandsfélagsins komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Sigurjón og Elín hafi misnotað aðstöðu sína er þau bundu bankann við ábyrgðina.

Við mat á því hvort þau hafi með þeirri ráðstöfun af ásetningi valdið Landsbankanum verulegri fjártjónshættu var tekið tillit til þess að ákæruvaldið hefði ekki sannað að ætluð áhætta bankans miðað við aðdraganda að veitingu ábyrgðarinnar og aðstæðna á þessum tíma hafi verið veruleg.

Leit Hæstiréttur meðal annars til þess að gengi hluta í Landsbankanum hefðu farið hækkandi um nokkurra mánaða skeið.

Þótt Sigurjóni og Elínu hafi verið ljóst að gengið hefði allt eins getað lækkað væri ósannað að þau hafi vitað eða hlotið að vita að sömu eða meiri líkur væru á því að bankinn yrði fyrir tjóni vegna ráðstöfunar þeirra. Samkvæmt þessu voru þau sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.

mbl.is