„Var frá upphafi hrein vitleysa“

„Þetta mál var frá upphafi hrein vitleysa“

Rannsakendur og ákæruvaldið hefðu getað séð það strax frá upphafi að kaupréttarmál Landsbankans væri rugl ef þeir hefðu strax aflað þeirra gagna sem verjendur óskuðu eftir en var ekki gert. „Þetta mál var frá upphafi hrein vitleysa.“ Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbankans, en í dag voru Sigurður og Sigríður Elín Sigfúsdóttir sýknuð í Hæstarétti í málinu.

„Þetta mál var frá upphafi hrein vitleysa“

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 10. mars 2016

Sigurður Guðjónsson, Hæstaréttarlögmaður, var ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar í dag. …
Sigurður Guðjónsson, Hæstaréttarlögmaður, var ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Hann sagði málið hafa verið vitleysu frá upphafi. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsakendur og ákæruvaldið hefðu getað séð það strax frá upphafi að kaupréttarmál Landsbankans væri rugl ef þeir hefðu strax aflað þeirra gagna sem verjendur óskuðu eftir en var ekki gert. „Þetta mál var frá upphafi hrein vitleysa.“ Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbankans, en í dag voru Sigurður og Sigríður Elín Sigfúsdóttir sýknuð í Hæstarétti í málinu.

Rannsakendur og ákæruvaldið hefðu getað séð það strax frá upphafi að kaupréttarmál Landsbankans væri rugl ef þeir hefðu strax aflað þeirra gagna sem verjendur óskuðu eftir en var ekki gert. „Þetta mál var frá upphafi hrein vitleysa.“ Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbankans, en í dag voru Sigurður og Sigríður Elín Sigfúsdóttir sýknuð í Hæstarétti í málinu.

Segir Sigurður að þetta sé niðurstaðan sem hann hafi búist við frá fyrsta degi, þegar Sigurjón var settur í gæsluvarðhald í janúar árið 2011. Segir hann að þá hafi honum orðið á orði að verið væri að fara fram með mál sem þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Andersen, hefði ýtt úr vör árið 2000 þegar Landsbankinn var ríkisbanki og Gunnar starfsmaður bankans. „En nú er réttlætinu fullnægt. Sigurjón hefur verið sýknaður,“ segir Sigurður.

Í málinu var meðal annars deilt um það hvort að sjálfskuldaábyrgð sem Landsbankinn veitti Kaupþingi vegna lánveitinga Kaupþings til aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti starfsmann Landsbankans hefði aukið eða dregið úr áhættu bankans. Sigurður sagði ljóst að Hæstiréttur hefði komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur um að dregið hafi úr áhættunni með tímanum.

„Héraðsdómur hafði komist að því að ekki hefði verið fullnægt skilyrðum um umboðssvik þar sem verið var að minnka áhættu bankans á lánveitingum gagnvart aflandsfélögum sem voru hluti af kaupréttarkerfi bankans og höfðu alveg verið fjármögnuð innan bankans þar til ársins 2006. Bankinn var með alla áhættu fram til 2006, en eftir 2006 fór Sigurjón að vinna í því að koma þessu út úr bankanum og það eru tvær ábyrgðir sem standa eftir þegar bankinn fellur og ekkert tjón fyrir bankann,“ sagði Sigurður að lokum.

Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð í málinu.
Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð í málinu.
mbl.is