Breyta þarf ákvörðuninni

Breyta þarf ákvörðuninni

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kveðst vera þeirrar skoðunar að það sé „arfavitlaust“ að staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut.

Breyta þarf ákvörðuninni

Framtíðaruppbygging Landspítalans | 11. mars 2016

Skissan sýnir hugmynd að uppröðun húsa nýs hátæknisjúkrahúss á 15 …
Skissan sýnir hugmynd að uppröðun húsa nýs hátæknisjúkrahúss á 15 hektara landi í kringum Vífils- staðaspítala. Merkt er hvað hvert hús yrði margar hæðir. Reykjanesbraut og Vífilsstaðavegur sjást til vinstri. Teikning/Garðabær

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kveðst vera þeirrar skoðunar að það sé „arfavitlaust“ að staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kveðst vera þeirrar skoðunar að það sé „arfavitlaust“ að staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut.

„Þegar búið er að taka svona vitlausa ákvörðun þá þurfa menn að hafa hugrekki og þor til að breyta henni,“ sagði Gunnar. Aðspurður kvaðst hann hafa komið því á framfæri við bæði ráðherra og alþingismenn að hann teldi staðsetningu nýja sjúkrahússins við Hringbraut vera ranga.

Vífilsstaðir í Garðabæ hafa verið nefndir sem ákjósanleg staðsetning fyrir nýtt hátæknisjúkrahús. Annars vegar er talið mögulegt að reisa sjúkrahúsið á 15 hekturum af landi ríkisins í kringum gamla Vífilsstaðaspítala. Hins vegar væri hægt að reisa það á 8 hekturum neðst í Vetrarmýri norðan við Vífilsstaði og milli Reykjanesbrautar og golfvallarins í Garðabæ. Hugmyndirnar gera ráð fyrir byggingarmagni upp á um 200.000 fermetra, sem er það sama og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi nýs Landspítala við Hringbraut.

Gunnar sagði að ný hátæknisjúkrahús úti í heimi væru fremur byggð á hæðina en að þau væru flött út í lágreistum byggingum eins og stendur til að gera við Hringbraut.

Hann sagði að flestir vildu heldur ferðast með lyftum á milli hæða en að fara um langa ganga á milli bygginga. Mögulegt er að reisa háreist sjúkrahús í Garðabæ því þar þarf ekki að taka tillit til viðkvæmrar aðliggjandi byggðar og háar byggingar þar munu ekki trufla flugumferð. Hugmyndirnar gera ráð fyrir því að á svæðinu við Vífilsstaðaspítala verði reist 4-12 hæða há hús en í Vetrarmýri verði reistar 10 hæða háar byggingar.

„Ég sé ekki rökin fyrir því að hátæknisjúkrahúsið þurfi að vera landfræðilega nálægt Háskóla Íslands. Samskipti í dag fara mikið fram í gegnum tölvur og síma. Mýmörg háskólasjúkrahús úti í heimi eru langt frá aðalbyggingum háskóla. Staðsetning hátæknisjúkrahúss í Garðabæ á að mínu mati ekkert að trufla samvinnu sjúkrahússins og Háskóla Íslands,“ sagði Gunnar.

Vífilsstaðir í Garðabæ hafa verið nefndir sem ákjósanleg staðsetning fyrir nýtt hátæknisjúkrahús, að því er fram kemur í um.fjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag.

mbl.is