Spítalinn verður við Hringbraut

Spítalinn verður við Hringbraut

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að það sé öruggt að Landspítalinn verði  áfram við Hringbraut, þrátt fyrir hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að byggja nýjan spítala á Vífilsstöðum.

Spítalinn verður við Hringbraut

Framtíðaruppbygging Landspítalans | 15. mars 2016

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Styrmir Kári

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að það sé öruggt að Landspítalinn verði  áfram við Hringbraut, þrátt fyrir hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að byggja nýjan spítala á Vífilsstöðum.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að það sé öruggt að Landspítalinn verði  áfram við Hringbraut, þrátt fyrir hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að byggja nýjan spítala á Vífilsstöðum.

Hann segir að Alþingi hafi ákveðið það með lögum árið 2010 og það hafi aftur verið staðfest í lögum þremur árum síðar.

Kristján Þór kveðst fyrst hafa heyrt af skoðun forsætisráðherra um nýjan Landspítala á Vífilsstöðum í fjölmiðlum á föstudaginn. Fjármálaráðherra heyrði sömuleiðis af málinu á föstudaginn, að því er kom fram hjá Rúv

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hann segir vinnubrögðin ekki vera til fyrirmyndar. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki hafi verið samþykkt vorið 2014 að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut. Þar svaraði hann fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. 

„Það var vissu­lega upp­haf­leg til­laga, en ekki náðist samstaða um hana vegna þess að menn hafa ólík­ar skoðanir á því hvort það sé skyn­sam­leg nálg­un. Þess vegna var ákveðið að sam­mæl­ast frek­ar um að ráðast í nauðsyn­leg­ar end­ur­bæt­ur við Hring­braut­ina á meðan menn meta aðra kosti," sagði Sigmundur Davíð. 

Frétt mbl.is: Samþykktu ekki nýjan spítala við Hringbraut

mbl.is