Gagnaöflun og skoðun á mögulegri málsókn Landsbankans vegna sölunnar á hlut bankans í Borgun á árinu 2014 hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Athugun bankans leiddi í ljós að tilefni var til að hefja málsóknina samkvæmt upplýsingum frá bankanum.
Gagnaöflun og skoðun á mögulegri málsókn Landsbankans vegna sölunnar á hlut bankans í Borgun á árinu 2014 hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Athugun bankans leiddi í ljós að tilefni var til að hefja málsóknina samkvæmt upplýsingum frá bankanum.
Gagnaöflun og skoðun á mögulegri málsókn Landsbankans vegna sölunnar á hlut bankans í Borgun á árinu 2014 hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Athugun bankans leiddi í ljós að tilefni var til að hefja málsóknina samkvæmt upplýsingum frá bankanum.
Í tilkynningu frá bankanum fyrr í dag kom fram að með málsókninni ætti að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum. Eftir að bankinn seldi hlut sinn hefur verðmæti félagsins aukist til muna. Er það meðal annars vegna valréttargreiðslu sem Borgun mun fá vegna samruna Visa Inc. og Visa Europe. Ekki hafði verið gert ráð fyrir þeirri greiðslu þegar salan átti sér stað.
Frétt mbl.is: Undirbýr málsókn
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafði áður sagt að bankinn myndi bíða eftir niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi söluna áður en ákvörðun yrði tekin um málsókn. Fram hefur komið að búist sé við niðurstöðu í máli FME á næstu dögum.
Í samtali við mbl.is segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, að salan sé til skoðunar hjá eftirlitinu. Hann segir þó ekkert liggja fyrir um það hvenær niðurstaða í málinu liggi fyrir, engin dagsetning sé enn komin á það.