Geirmundur sparisjóðsstjóri ákærður

SpKef-málið | 16. mars 2016

Geirmundur sparisjóðsstjóri ákærður

Héraðssaksóknari hefur ákært Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík fyrir umboðssvik með að misnota aðstöðu sína hjá sparisjóðnum með lánveitingum til einkahlutafélaga. Nema fjárhæðirnar í ákærunni hundruðum milljóna króna. Sagt er frá málinu hjá Rúv. Kemur þar fram að Geirmundi hafi verið afhend ákæran í gær. Héraðssaksóknari hefur um langt skeið verið með málið til rannsóknar.

Geirmundur sparisjóðsstjóri ákærður

SpKef-málið | 16. mars 2016

Geirmundur Kristinsson, fyrrum sparisjóðsstjóri SpKef.
Geirmundur Kristinsson, fyrrum sparisjóðsstjóri SpKef.

Héraðssaksóknari hefur ákært Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík fyrir umboðssvik með að misnota aðstöðu sína hjá sparisjóðnum með lánveitingum til einkahlutafélaga. Nema fjárhæðirnar í ákærunni hundruðum milljóna króna. Sagt er frá málinu hjá Rúv. Kemur þar fram að Geirmundi hafi verið afhend ákæran í gær. Héraðssaksóknari hefur um langt skeið verið með málið til rannsóknar.

Héraðssaksóknari hefur ákært Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík fyrir umboðssvik með að misnota aðstöðu sína hjá sparisjóðnum með lánveitingum til einkahlutafélaga. Nema fjárhæðirnar í ákærunni hundruðum milljóna króna. Sagt er frá málinu hjá Rúv. Kemur þar fram að Geirmundi hafi verið afhend ákæran í gær. Héraðssaksóknari hefur um langt skeið verið með málið til rannsóknar.

Sparisjóðurinn var yfirtekinn af ríkinu árið 2010 og sameinaðist Landsbankanum árið 2011. Þurfti ríkið að greiða bankanum 19,2 milljarða vegna sameiningarinnar. Eftir fall sjóðsins fékk Fjármálaeftirlitið endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers til að gera úttekt á starfsemi sjóðsins. Skýrslan var sögð draga upp svarta mynd af rekstri hans og að meðal annars hafi háar fjárhæðir verið lánaðar starfsmönnum, stjórnendum og félögum þeim tengdum án trygginga.

Í frétt Rúv segir að ákært sé fyrir tvö tilvik, sem nemi hundruðum milljóna, en bæði lánin eru til einkahlutafélaga. Haft er eftir verjanda Geirmundar að hann lýsi sig saklausan af ákærunni. 

Málið verður þingfest 1. apríl næstkomandi.

mbl.is