Aðeins tveir af sjö bankaráðsmönnum Landsbankans skrifuðu ekki undir yfirlýsingu sem fimm meðlimir ráðsins sendu frá sér í gær. Það voru þær Helga Björk Eiríksdóttir og Danielle Pamela Neben. Helga segist að hluta til hafa verið ósammála því sem fram kom í yfirlýsingunni og gat því ekki skrifað undir.
Aðeins tveir af sjö bankaráðsmönnum Landsbankans skrifuðu ekki undir yfirlýsingu sem fimm meðlimir ráðsins sendu frá sér í gær. Það voru þær Helga Björk Eiríksdóttir og Danielle Pamela Neben. Helga segist að hluta til hafa verið ósammála því sem fram kom í yfirlýsingunni og gat því ekki skrifað undir.
Aðeins tveir af sjö bankaráðsmönnum Landsbankans skrifuðu ekki undir yfirlýsingu sem fimm meðlimir ráðsins sendu frá sér í gær. Það voru þær Helga Björk Eiríksdóttir og Danielle Pamela Neben. Helga segist að hluta til hafa verið ósammála því sem fram kom í yfirlýsingunni og gat því ekki skrifað undir.
„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég skrifaði ekki undir,“ segir Helga í samtali við mbl en að öðru leyti ætlar hún ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.
Bankaráðsmennirnir fimm, þ.e. Tryggvi Pálsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson ætla ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi Landsbankans þann 14. apríl nk.
Ljóst er því að endurnýjun verður í meirihluta ráðsins eftir fjórar vikur.
Í fyrrnefndri yfirlýsingu kemur fram að stjórnarformaður Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, hafi boðað Tryggva Pálsson, formann bankaráðs, á fund og tjáð honum að uppsögn Steinþórs Pálssonar, bankastjóra, væri það eina sem myndi duga til þess að leysa Borgunarmálið.
Í yfirlýsingunni segir að þarna hafi Bankasýslan gengið of langt og að þeir muni ekki taka þátt í „skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ Lýsa þau svo stuðningi við Steinþór.